Bæjarráð

7862. fundur 19. október 2006
3073. fundur
19.10.2006 kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Vinnuhópur um yfirvinnu hjá Akureyrarkaupstað
2006100061
Lagðar fram tillögur vinnuhóps um yfirvinnu hjá Akureyrarkaupstað dags. 12. október 2006. Ásgeir Magnússon formaður vinnuhópsins, María Ingadóttir fulltrúi í vinnuhópnum og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar og felur starfsmannastjóra að kynna ákörðunina fyrir þeim starfsmönnum sem í hlut eiga.


2 Northern Forum - tengiliðafundur
2006020001
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarkaupstaðar mætti á fundinn og gerði grein fyrir fundi tengiliða Northern Forum sem haldinn var í Alaska í september sl.
Bæjarráð þakkar markaðs- og kynningarstjóra fyrir greinargerðina.


3 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2006-2007
2006100015
Erindi dags. 2. október 2006 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2006 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


4 Ágóðahlutagreiðsla 2006 - EBÍ
2006070048
Tölvupóstur dags. 13. október 2006 frá Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Þar kemur m.a. fram að stjórn EBÍ hafi ákveðið að greiða samtals
450 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar í ár. Akureyrarkaupstaður fær hæstu greiðsluna eða
50 milljónir króna.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með góða afkomu Eignarhaldsfélagsins og greiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga.


5 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - samstarfssamningur um undirbúning stofnunar skipafélags
2006030116
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri kynnti stöðu verkefnisins.
Með samstarfsamningi Akureyrarbæjar við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Stormbrokers dags. 18. apríl sl. hefur verið unnið að stofnun skipafélags er stundi fraktsiglingar milli Akureyrar og Evrópu. Í samstarfssamningnum var gefið vilyrði fyrir hlutafjárframlagi ef áætlanir lofuðu góðu.
Fjármálastjóri Akureyrarbæjar og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins leggja til að taka þátt í stofnun skipafélags sem hefji áætlunarsiglingar milli Akureyrar og Evrópu.
Bæjarráð samþykkir að leggja allt að 7.500.000 kr. hlutafjárframlag í stofnun skipafélags, enda verði önnur fjármögnun tryggð.
Hlutafjárframlagið verður greitt úr Framkvæmdasjóði Akureyrarbæjar.6 Önnur mál
Rætt um málefni Hlíðarskóla.
Fundi slitið.