Bæjarráð

7801. fundur 05. október 2006
Bæjarráð - Fundargerð
3072. fundur
05.10.2006 kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Yfirlýsing Hlutverks og Alþýðusambands Íslands
2006050082
Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 24. maí 2006 var lögð fram tillaga að sameiginlegum skilningi Akureyrarbæjar og Einingar-Iðju á samkomulagi ASÍ og Hlutverks, um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi ásamt samkomulagi um framkvæmd.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti tillögu að sameiginlegum skilningi Akureyrarbæjar og Einingar-Iðju á samkomulagi ASÍ og Hlutverks, um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á Plastiðjunni Bjargi–Iðjulundi ásamt samkomulagi um framkvæmd.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Ólöf E. Leifsdóttir forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar sátu fundinn undir þessum lið.

2 Námsleyfi bæjarlögmanns - heimild til fullnaðarafgreiðslu í umboði bæjarráðs
2004050016
Bæjarlögmaður hefur fengið námsleyfi til ársloka 2006. Í 55. grein Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar er bæjarlögmanni falin fullnaðarafgreiðsla eftirtalinna mála: Að gefa umsagnir um veitingu og endurnýjun veitingaleyfa, að gefa út og endurnýja vínveitingaleyfi, að afturkalla vínveitingaleyfi, að veita leyfishöfum vínveitinga áminningu vegna brota á áfengislögum og svipta rekstraraðila vínveitingaleyfi.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að í námsleyfi bæjarlögmanns fari bæjarstjóri með heimildir bæjarlögmanns til fullnaðarafgreiðslu mála skv. 2. tl. 55. gr. Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.


3 Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - nefndarmenn
2006090100
Tekið fyrir erindi dags. 27. september 2006 frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um aukningu á fjölda þeirra fulltrúa sem nú eiga aðild að samstarfsnefndinni.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við bréfritara.


4 Svæðisskipulag Eyjafjarðar - breyting
2006060006
14. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. september 2006:
Lagt fram bréf dags. 24. ágúst 2006 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um hvort Akureyrarbær telur þörf á endurskoðun Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018.
Umhverfisráð telur í sjálfu sér ekki ástæðu til að fara í endurskoðun skipulagsins.
Þrátt fyrir það er vitað að um mjög viðamiklar breytingar á skipulaginu er að ræða í Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi.
Því vísar það nú til bókana umhverfisráðs frá 24. maí 2006 og 12. júlí 2006 þar sem það leggur til við bæjarráð að Akureyrarbær hlutist til um að stofnuð verði samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags sbr. 4. mgr. 12. greinar skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarráð telur nauðsynlegt, meðal annars í ljósi umræðna á bæjarstjórnarfundi þann 3. október sl. að endurskoða Svæðisskipulag Eyjafjarðar vegna þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á svæðinu á undanförnum árum.


5 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006
2006080065
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar til bæjarstjórnar.Fundi slitið.