Bæjarráð

7779. fundur 28. september 2006
3071. fundur
28.09.2006 kl. 08:00 - 09:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2006 - maí 2007 - áætlun
2006090078
Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa október 2006 - maí 2007.
Lagt fram til kynningar.


2 Fjárhagsáætlun 2006 - Fasteignir Akureyrarbæjar - endurskoðun
2005100063
2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 22. september 2006:
Lögð var fram endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2006.
Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2006.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar endurskoðaðri fjárhagsáætluninni til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.


3 Fjárhagsáætlun 2006 - framkvæmdaráð - endurskoðun
2005080076
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 22. september 2006:
Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 fyrir deildir og stofnanir sem undir framkvæmdaráð heyra. Þar kemur fram að kostnaður við málaflokkana verði ekki undir
kr. 792.862 þús. og að það vanti kr. 109.577 þús. til rekstursins. Helstu ástæður hækkana eru kjarasamningar, aukinn kostnaður við hreinsun og viðhald gatna. Lægri tekjur á Framkvæmdamiðstöð, flutningur strætisvagna upp á Rangárvelli og vanáætlun í launum og millifærðum kostnaði.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu um endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir framkvæmdadeild, Strætisvagna Akureyrar og Slökkvilið Akureyrar 2006.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.


Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 08.55 og Kristján Þór Júlíusson tók við.
Oddur Helgi Halldórsson mætti kl. 09.00.


4 Smáratorg ehf. - samkomulag
2005090011
Lagt fram samkomulag milli Smáratorgs ehf. og Akureyrarbæjar dags. 26. september 2006 um framkvæmdir, skipulag og yfirtöku lóða á Gleráreyrum.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið og beinir þeim tillmælum til umhverfisráðs að við afgreiðslu deiliskipulags verði tekið sérstakt tillit til umferðar vegfarenda að og frá svæðinu.


Gerður Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er ljóst að við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Gleráreyrunum mun umferð aukast mjög mikið. Því er mikilvægt að huga að umferðarmálum á svæðinu. Sérstaklega þarf að huga að gangandi umferð. Það er því áríðandi að það sé skoðað vandlega að gera undirgöng undir Þórunnarstrætið til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á þessu svæði."5 Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
2006090079
Erindi dags. 12. september 2006 frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna sem haldnir verða í Ástralíu dagana 16.- 25. mars 2007.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.Fundi slitið.