Bæjarráð

7756. fundur 21. september 2006
3070. fundur
21.09.2006 kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Gerður Jónsdóttir boðaði forföll.
1 Kaldbakur kallar - styrkbeiðni
2006090051
Erindi dags. 6. september 2006 frá Guðnýju Sverrisdóttur og Halldóri Jóhannssyni f.h. verkefnisins Kaldbakur kallar, þar sem óskað er eftir því að bæjarstórn Akureyrar styrki verkefnið um 1 millj. kr.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


2 Samþykktir LN og heimildir til launaviðbóta við gildandi kjarasamninga
2006010151
Lögð fram samþykkt Launanefndar sveitarfélaga sbr. 1. lið b) Félag leikskólakennara, úr fundargerð LN dags. 17. september 2006 svohljóðandi:
"Til að tryggja að enginn lækki í launum þ. 1. október 2006 og af tæknilegum ástæðum samþykkir LN að framlengja heimildir sveitarfélaga til viðbótargreiðslna umfram kjarasamning vegna FL, sem samþykktar voru á 213. fundi LN þ. 28. janúar 2006, fram til gildistöku nýs kjarasamnings aðila en þó ekki lengur en til 30. nóvember 2006."
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja ákvörðun um viðbótargreiðslur umfram kjarasamning við Félag leikskólakennara fram til gildistöku nýs kjarasamnings aðila en þó ekki lengur en til
30. nóvember 2006."3 Fjárhagsáætlun 2006 - íþrótta- og tómstundamál - endurskoðun
2006080065
3. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 29. ágúst 2006:
Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.


4 Fjárhagsáætlun 2006 - menningarmál - endurskoðun
2006080065
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 4. september 2006:
Fyrir fundinum lágu tillögur um endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2006 fyrir menningarmál.
Menningarmálanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.


5 Fjárhagsáætlun 2006 - áfengis- og vímuvarnamál - endurskoðun
2006080065
8. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 7. september 2006:
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2006.
Nefndin samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun 2006.
Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.


6 Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2006 - breyting á 11. grein
2006010144
Lögð fram tillaga dags. 19. september 2006 að breytingu á 11. grein Gjaldskrár gatnagerðargjalda á Akureyri.
Bæjarráð vísar tillögu um breytingu á 11. grein Gjaldskrár gatnagerðargjalda á Akueyri til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7 Útboð á innheimtuþjónustu 2006 - endurskoðun ákvörðunar um útboð
2006040031
Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs dags. 19. september 2006 um endurskoðun ákvörðunar um útboð á innheimtuþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að draga ákvörðun sína um að endurtaka útboð á innheimtuþjónustu frá 7. september 2006 til baka og fela sviðsstjóra stjórnssýslusviðs að tilkynna Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtunni ehf. að samningur sem kominn var á með samþykkt bæjarráðs 15. júní 2006 standi, á grundvelli 83. gr. laga um opinber innkaup nr. 94/2001.Fundi slitið.