Bæjarráð

7715. fundur 14. september 2006
Bæjarráð - Fundargerð
3069. fundur
14.09.2006 kl. 09:00 - 11:06
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2006
2006090023
Erindi dags. 5. september 2006 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem tilkynnt er að nefndin hyggst gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 25. og 26. september nk.
Bæjarstjóra falið að undirbúa fundinn af hálfu Akureyrarbæjar.


2 Fjárhagsáætlun 2006 - fræðslu- og uppeldismál - endurskoðun
2005060096
7. liður í fundargerð skólanefndar dags. 29. ágúst 2006:
Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. Þar kemur fram að kostnaður við málaflokkinn verði ekki undir kr. 3.110.393.000, það vantar því kr. 276.807.000 í ramma málaflokksins. Helstu ástæður hækkunarinnar eru kjarasamningar, kostnaður vegna fjölgunar barna í leikskólum þegar 18 mánaða börn voru tekin inn, hækkun á niðurgreiðslum vegna daggæslu í heimahúsum og fjölgun barna í þeirri þjónustu, ný þjónusta í Hlíðarskóla og leiðrétting á tekjulið í Árholti og Tónlistarskólanum. Einnig lágu fyrir óskir um viðbætur að upphæð
kr. 1.425.000 í forfallalið leikskólans, kr. 12.000.000 í forfallalið grunnskólans og kr. 1.652.000 vegna kostnaðar við akstur nemenda úr Naustahverfi í aðra skóla en Brekkuskóla.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti, fyrirliggjandi tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar og óskir um viðbætur.
Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.


3 Fjárhagsáætlun 2006 - félagsmálaráð - endurskoðun
2006080065
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 28. ágúst 2006:
Lögð fram drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 í málaflokkum félagsmálaráðs.
Félagsmálaráð samþykkir þessi drög fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu við heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2006.4 Smáratorg ehf. - Gleráreyrar
2005090011
Kynnt staða í viðræðum fulltrúa Akureyrarbæjar og Smáratorgs ehf.
Meirihluti bæjarráðs heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við Smáratorg ehf.Fundi slitið.