Bæjarráð

7694. fundur 07. september 2006
3068. fundur
07.09.2006 kl. 09:00 - 10:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Bæjarstjóri stýrði fundi í fjarveru formanns og varaformanns.
1 Kárahnjúkavirkjun - endurskoðað arðsemismat
2002090035
Erindi dags. 28. ágúst 2006 frá Landsvirkjun, þar sem lagt er fram endurskoðað arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Fulltrúi Landsvirkjunar Stefán Pétursson fjármálastjóri mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti arðsemismatið.2 Lánasjóður sveitarfélaga - kynning á starfsemi
2006090014
Erindi dags. 28. ágúst 2006 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem starfsemi sjóðsins er kynnt.
Lagt fram til kynningar.


3 Gránufélagsgata 10 - opnun kaffihúss
2006070071
Erindi ódags. frá Finni Sigurðssyni f.h. íbúa við veitinga- og skemmtistaðinn Allann, Gránufélagsgötu 10, þar sem íbúar ítreka óánægju sína með þessa starfsemi. Fyrra bréf var lagt fram til kynningar í bæjarráði 27. júlí sl.
Með bréfi dags. 11. júlí 2006 var sótt um vínveitingaleyfi fyrir Allann, Gránufélagsgötu 10, Akureyri. Umsækjandi uppfyllti öll skilyrði til útgáfu vínveitingaleyfis, ef frá er talið sjálfvirkt brunaeftirlitskerfi skv. athugun eldvarnaeftirlits. Frestur var gefinn til 15. september 2006 til að koma upp sjálfvirku brunaeftirlitskerfi. Bæti umsækjandi innan tilsetts tíma, úr því sem er ábótavant, uppfyllir hann öll lögformleg skilyrði til vínveitinga að Gránufélagsgötu 10, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.4 Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis
2004060081
Lagt fram afrit af bréfi til Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá Þorsteini Gunnarssyni f.h. stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.
Lagt fram til kynningar.


5 Samstarfsyfirlýsing KEA og Akureyrarbæjar
2006030133
Lögð fram samstarfsyfirlýsing KEA og Akureyrarbæjar um uppbyggingu þekkingarþorps á svæði Háskólans á Akureyri.
Bæjarráð staðfestir samstarfsyfirlýsinguna.


6 Hækkun á gjaldskrá hjá dagforeldrum
2006030037
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 29. ágúst 2006:
Fyrir fundinum lá breytt tillaga að samningi við dagforeldra á Akureyri, sem dagforeldrar hafa þegar lýst sig sátta við. Einnig lá fyrir kostnaðaráætlun vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til í samningnum á niðurgreiðslum til foreldra. Þar er gert ráð fyrir að kostnaðaraukinn verði
kr. 4.884.000 á þessu fjárhagsári miðað við gildistöku 1. október nk.
Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


7 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2006
2006060028
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-júlí 2006.
Lagt fram til kynningar.

Ármann Jóhannesson vék af fundi kl. 10.15.

8 Útboð á innheimtuþjónustu 2006 - kæra
2006060076
Samkvæmt bréfi dags. 6. september 2006 frá Kærunefnd útboðsmála kvað nefndin upp úrskurð í máli nr. 16/2006: AM Kredit ehf. gegn Akureyrarbæ.
Kærunefndin úrskurðaði að ákvörðun Akureyrarbæjar um framkvæmd hins kærða útboðs hafi verið ólögmæt.
Bæjarráð samþykkir að endurtaka útboðið.Fundi slitið.