Bæjarráð

7675. fundur 31. ágúst 2006
3067. fundur
31.08.2006 kl. 09:00 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Þekkingarvörður ehf. - aðalfundur 2006
2006080053
Boðað er til aðalfundar Þekkingarvarðar ehf. þriðjudaginn 5. september nk. kl. 16:00 í Rannsóknarhúsinu Borgum, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


2 Norðurskel ehf. - aðalfundur 2006
2006080059
Boðað er til aðalfundar Norðurskeljar ehf. fimmtudaginn 31. ágúst nk. kl. 09:00 að
Strandgötu 3, 3. hæð.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


3 Hluthafafundur Tækifæris hf. - 2006
2006080066
Erindi dags. 24. ágúst 2006 frá sjóðsstjóra Tækifæris hf. þar sem boðað er til hluthafafundar félagsins sem haldinn verður föstudaginn 1. september nk. kl. 11:00 að Strandgötu 3, 3. hæð.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á hluthafafundinum.


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 2006
2006080056
Erindi dags. 23. ágúst 2006 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem tilkynnt er að stefnt sé að því að halda vetrarfund héraðsnefndarinnar miðvikudaginn 8. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.


5 Hrafnagilsstræti 9 - grenndarkynning - viðbygging til suðurs
2006070025
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 24. ágúst sl.
Lagt fram kauptilboð dags. 30. ágúst 2006 í Hrafnagilsstræti 9. Einnig lagt fram bréf dags.
30. ágúst 2006 frá skólameistara MA f.h. skólanefndar Menntaskólans á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá kaupum á Hrafnagilsstræti 9 á grundvelli fyrirliggjandi kauptilboðs.

Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég er alfarið á móti því að Akureyrarbær kaupi húsið, þá væntanlega til niðurrifs. Ég tel ýmis mál í skipulagsmálum bæjarins meira aðkallandi. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að leyfa viðbyggingu við umrætt hús."6 Vinstrihreyfingin grænt framboð - ályktun
2006080072
Erindi dags. 24. ágúst 2006 frá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þar sem þess er farið á leit að bæjarstjórn Akureyrar taki undir og styðji kröfuna um að fyllingu Hálslóns verði frestað samkvæmt meðfylgjandi ályktun.
Ný skýrsla Landsvirkjunar um endurskoðað mat á áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar í ljósi nýrra upplýsinga bendir til þess að áhætta vegna mannvirkja hafi ekki aukist frá því er áður var talið. Meiri hluti bæjarráðs sér því ekki ástæðu til þess að taka undir þá kröfu að fresta fyllingu Hálslóns.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní 2006.

Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni. Einnig óskar hann eftirfarandi bókunar:
"Vil láta bóka aðvörun um ábyrgð Akureyrarbæjar, ef raforkusala til Reyðaráls myndi leiða til mikils taps Landsvirkjunar."7 Estia hf. - tilboð í Tækifæri hf.
2006060034
Lagt fram kauptilboð dags. 28. ágúst 2006 í eignarhlut Akureyrarbæjar í Tækifæri hf. frá framkvæmdastjóra Estia hf.
Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að svara tilboðsgjafa.Fundi slitið.