Bæjarráð

7646. fundur 24. ágúst 2006
Bæjarráð - Fundargerð
3066. fundur
24.08.2006 kl. 09:00 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Efnahagsaðgerðir ríkistjórnarinnar 2006 - fundur
2006080036
Erindi dags. 16. ágúst 2006 frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, til bæjarstjórans á Akureyri, þar sem boðað er til fundar vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar 2006. Fundurinn verður haldinn í fjármálaráðuneytinu Arnarhvoli þriðjudaginn 29. ágúst nk. og hefst hann kl. 11:00.
Lagt fram til kynningar.


2 Þór og KA - notkun byggðamerkis Akureyrar
2006080039
Erindi dags. 15. ágúst 2006 frá Skapta Hallgrímssyni f.h. stjórnar Akureyrar - handbolta varðandi notkun byggðamerkis Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarlögmanni að gera stjórn "Akureyrar - handbolta" grein fyrir þeim reglum sem gilda um notkun byggðamerkisins. Bæjarráð óskar þeim liðum sem keppa munu fyrir hönd félagsins góðs gengis.


3 Flugsafn Íslands - nýbygging
2005040040
Erindi dags. 22. ágúst 2006 frá Svanbirni Sigurðssyni þar sem hann óskar eftir því að framlag Akureyrarbæjar til fjármögnunar nýbyggingar fyrir Flugsafn Íslands á Akureyri verði aukið.
Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar við Flugsafn Íslands.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir fjárframlagi að upphæð 49 milljónir króna til nýbyggingar Flugsafns Íslands.


4 Hrafnagilsstræti 9 - grenndarkynning - viðbygging til suðurs
2006070025
3. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 15. ágúst 2006:
Fram kom tillaga um að vísa liðnum til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Pétur Bolli Jóhannesson og Jón Ingi Cæsarsson sátu fundinn við afgreiðslu á 4. lið.


5 Skólamötuneyti - rekstraryfirlit 2006
2006030049
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. ágúst 2006:
Lagt var fram rekstraruppgjör fyrir fyrri hluta ársins og spá um útkomu fyrir árið. Þar kemur fram að miðað við óbreytta verðlagningu stefnir í verulegan hallarekstur þrátt fyrir aukna nýtingu. Fyrir fundinum lá því tillaga um að hækka verð á skólamáltíðum til nemenda, þannig að verð pr. máltíð verði kr. 240 ef keypt er annarkort, kr. 285 ef keypt er mánaðarkort og kr. 320 ef keyptar eru stakar máltíðir, lágmark 10 hvern mánuð.
Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um verð á skólamáltíðum og að ný verðskrá taki gildi frá og með 22. ágúst 2006. Dýrleif Skjóldal greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Meiri hluti bæjarráðs staðfestir ákvörðun skólanefndar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Umræða í bænum undanfarið hefur verið á þá leið að töluverður hluti foreldra hafi hreinlega ekki efni á því að kaupa mat fyrir börn sín í skólamötuneytum. Í skólunum hefur verið reynt að sjá um að börnin fái staðgóðar og hollar máltíðir. Ég get ekki stutt þessa hækkun og tel að bæjarfélagið eigi að taka á sig þann aukakostnað sem hefur orðið í rekstri skólamötuneyta."
Fundi slitið.