Bæjarráð

7580. fundur 27. júlí 2006
3064. fundur
27.07.2006 kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir varaformaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Norðurorka hf. - hlutafjáraukning
2006070067
Erindi dagsett 20. júlí 2006 frá Franz Árnasyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem hann, f.h. stjórnar, fer fram á að Akureyrarbær falli frá forkaupsrétti á nýju hlutafé.
Franz Árnason forstjóri Norðurorku hf. sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti nýs hlutafjár í Norðurorku hf. að upphæð að nafnverði kr. 3.076.924. Sala hins nýja hlutafjár er í samræmi við samþykkt hluthafafundar í fyrirtækinu frá 16. júní 2003.


2 Kjalarsíða 1, stúdentagarðar - deiliskipulag
2006070013
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 28. júní 2006:
Lögð fram deiliskipulagstillaga á svæði sem afmarkast af Bugðusíðu í austri, lóð leikskólans Síðusels í vestri og Kjalarsíðu í norðri. Deiliskipulagstillagan felur í sér að heimilt verði að reisa á lóðinni eitt hús með einstaklingsherbergjum fyrir stúdenta eða almennar íbúðir.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní 2006.3 Félag íslenskra náttúrufræðinga og LN - staða viðræðna
2006070064
Erindi dagsett 18. júlí 2006 frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga þar sem farið er yfir stöðu viðræðna félagsins við Launanefnd sveitarfélaga og leitað eftir lausnum.
Bæjarráð áréttar að Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð f.h. Akureyrarbæjar.


4 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2006
2006060059
Tekið fyrir að nýju erindi dags.16. júní 2006 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgina 2006. Áður á dagskrá bæjarráðs
22. júní sl.
Einnig lagt fram minnisblað dags. 25. júlí 2006 frá starfshópi sem bæjarráð skipaði 22. júní sl. til að hafa umsjón með aðkomu bæjarins að hátíðinni.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að styrkur Akureyrarbæjar til "Vina Akureyrar" verði óbreyttur frá fyrra ári, þ.e. 1,3 millj. kr. og að auki verði greiddur aðkeyptur löggæslukostnaður á tjaldsvæðin í bænum.
Bæjarráð samþykkir einnig að frítt verði í strætó þessa helgi frá föstudegi til mánudags.
Bæjarráð leggur áherslu á að hátíðin Ein með öllu er hátíð allrar fjölskyldunnar.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar bókað að hún er á móti afgreiðslunni.5 Gránufélagsgata 10 - opnun kaffihúss
2006070071
Ódagsett erindi (móttekið 24. júlí 2006) frá íbúum í nágrenni Allans, Gránufélagsgötu 10 (áður Lundargötu 7b), þar sem lýst er óánægju með opnun kaffihúss með vínveitingaleyfi í húsnæðinu.
Lagt fram til kynningar.


6 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2006
2006060028
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-maí 2006.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.