Bæjarráð

7570. fundur 20. júlí 2006
3063. fundur
20.07.2006 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - lagning tengibrauta
2006070043
Erindi dags. 10. júlí 2006 frá Ingibjörgu Baldursdóttur, f.h. hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis. Þar kemur fram að samkvæmt bókun nefndarinnar 23. maí sl. er þess farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar að þegar ákvarðanir verða teknar varðandi tengibrautir í og við hverfið verði tekið meira tillit til skoðana og hagsmuna íbúa þess en þeirra sem fjær búa.
Lagt fram til kynningar.


2 Estia hf.
2006060034
Erindi dags. 10. júlí 2006 frá framkvæmdastjóra Estia hf. þar sem óskað er eftir skýrari svörum vegna höfnunar á tilboði fyrirtækisins á hlut Akureyrarbæjar í Tækifæri ehf. sem tekið var fyrir í bæjarráði 22. júní sl.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að svara Estia formlega.


3 Hólmasól - endurskoðun samnings
2006050077
7. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. júlí 2006:
Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á samningi við Hjallastefnuna ehf. sem er niðurstaða viðræðna fulltrúa Akureyrarbæjar og Hjallastefnunnar ehf.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006.
Bæjarráð fellst á tillögu skólanefndar og vísar viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4 Hlíðarból - beiðni um leiðréttingu á rekstrarstyrk
2006060094
8. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. júlí 2006:
Erindi dagsett 22. júní 2006 frá leikskólastjóra og rekstrarstjóra leikskólans Hlíðarbóls á Akureyri þar sem þær óska eftir því að rekstrarstyrkur leikskólans verði hækkaður um kr. 4.127.000 vegna launahækkana sem samið hefur verið um við starfsfólk leikskólanna frá því að rekstrarstyrkurinn var ákveðinn fyrir árið 2006.
Skólanefnd samþykkir að endurskoða upphæð rekstrarstyrks til leikskólans í samræmi við þær launahækkanir leikskólakennara og ófaglærðra starfsmanna sem ákveðnar voru í lok janúar sl. og vísar viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006. Þá felur skólanefnd deildarstjóra og leikskólafulltrúa að ganga til samninga við rekstraraðila Hlíðarbóls um nýjan samning sem byggður verður á samningi Akureyrarbæjar við Hjallastefnuna.
Bæjarráð fellst á tillögu skólanefndar og vísar viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5 Samband íslenskra sveitarfélaga - framkvæmdir sveitarfélaganna
2006070039
Erindi dags. 5. júlí 2006 frá sviðsstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga um stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins.
Ljóst er að framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar haldast í hendur við ört vaxandi bæjarfélag og þá nauðsynlegu og öflugu grunngerð sem krafa íbúa er um í nútíma samfélagi. Bæjarráð tekur undir þau skilaboð ríkisstjórnarinnar að það þurfi allir að leggjast á eitt til að sporna við þensluáhrifum og því vill bæjarráð sýna aðhald í verki. Bæjarráð leggur áherslu á að aðgerðir til að draga úr þenslu í hagkerfinu eru nauðsynlegar en verða að beinast að þeim svæðum sem búa við þenslu. Ástæðu þenslu í hagkerfinu er ekki að finna á Norðurlandi og því er nauðsynlegt að við ákvörðun um frestun ríkisframkvæmda verði hlutirnir metnir í heild sinni og endurskoðuð verði sú ákvörðun að fresta bráðnauðsynlegum aðgerðum eins og t.d. samgöngubótum og endurbótum á fangelsum.
Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum hjá Aðalsjóði sem nema um það bil einum milljarði króna á ári. Fara þarf yfir framkvæmdaáætlun á þessu ári og á árinu 2007 og meta hvaða verkefnum kæmi til greina að fresta.
Þess má jafnframt geta að við opnun tilboða í menningarhús nýverið var ákveðið að taka frávikstilboði sem mun lengja verktímann um fjóra mánuði og þegar hefur verið tekin ákvörðun af Fasteignum Akureyrarbæjar um frestun viðhaldsverkefna hjá Oddeyrarskóla.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarstjóra er falið að ganga frá svari til Sambands íslenskra sveitarfélaga.6 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2006
2006060059
Erindi dags.17. júlí 2006 frá forsvarsmönnum skemmtistaðanna Kaffi Akureyri, Sjallanum, Vélsmiðjunni, Rocco, Café Amour og Græna hattinum þar sem þeir óska eftir lengdum opnunartíma skemmtistaða um verslunarmannahelgina.
Bæjarráð heimilar lengdan opnunartíma skemmtistaða um verslunarmannahelgina eins og kemur fram í erindinu.
Hjalti Jón Sveinsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.7 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2006
2006060059
Erindi dags.18. júlí 2006 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar þar sem sótt er um leyfi fyrir staðsetningu Tívolís UK.
Bæjarráð samþykkir að tívolíið verði staðsett á bílaplaninu við Skipagötu.


8 Fjölnotahús í Hrísey
2005080039
Ekkert tilboð barst fyrir auglýstan opnunartíma útboðs í smíði Fjölnotahúss í Hrísey. Eftir að útboðstíminn var liðinn hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á verkinu.
Í ljósi aðstæðna beinir bæjarráð því til Fasteigna Akureyrarbæjar að verkið verði boðið út að nýju sem fyrst.


9 Önnur mál
Rætt var um málefni Akureyrarflugvallar og breytt aðflugsviðmið og nauðsyn á endurnýjun tækjabúnaðar á flugvellinum.
Fundi slitið.