Bæjarráð

7539. fundur 13. júlí 2006
3062. fundur
13.07.2006 kl. 9:00: - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Northern Forum - 4. umhverfisþing ungmenna 2006 - YEF
2006050121
Fyrirhugað er að halda umhverfisþing ungmenna, "Youth Eco Forum" á vegum Northern Forum samtakanna í Khanty-Mansiisk í Rússlandi
21. - 25. ágúst næstkomandi. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. júní sl. og þá var ákveðið að Akureyrarbær byði tveimur ungmennum að sækja þingið. Í nýjum upplýsingum frá Northern Forum kemur fram að samtökin eru tilbúin til að greiða að fullu ferðir og uppihald þriggja þátttakenda frá Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að þremur ungmennum verði gefinn kostur á að taka þátt í þinginu.


2 Esso-mót KA - styrkbeiðni
2006060077
Erindi dags. 15. júní 2006 frá Gunnari Gunnarssyni f.h. Esso-móts nefndar KA þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki mótið um
kr. 500.000 árlega.
Í þeim gögnum sem lögð voru fram á fundinum kemur fram að Akureyrarbær hefur stutt dyggilega við mótshaldið með vinnuframlagi bæjarstarfsmanna, auglýsingum í mótsblaði o.fl. Bæjarráð getur ekki orðið við ósk um frekari fjárstuðning Akureyrarbæjar við mótið en bendir á að bæjarsjóður mun með beinum og óbeinum hætti styrkja starf íþróttafélagana í bænum hér eftir sem hingað til.

Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningastjóri sat fundinn undir
1. og 2. lið


3 Hlíðarendaland
2006070009
18. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 28. júní 2006:
Erindi dags. 16. júní 2006 þar sem Elías Ólafsson f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., spyr hvort Akureyrarbær muni nýta sér forkaupsrétt að lóð úr landi Hlíðarenda, sem fyrirtækið hefur gert kauptilboð í. Einnig hvort Akureyrarbær sjái nokkra meinbugi á því að Gámaþjónusta Norðurlands byggi framtíðaraðstöðu sína upp á þessari lóð.
Umhverfisráð vísar 1. hluta erindisins til bæjarráðs.
Akureyrarbær mun ekki nýta sér forkaupsrétt að umræddri lóð.


4 Styrktarsjóður EBÍ 2006
2006060087
Erindi dags. 27. júní 2006 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2006.
Lagt fram til kynningar.


5 Málræktarsjóður - fundur í fulltrúaráði 2006
2006070019
Erindi dags. 3. júlí 2006 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Fundur í fulltrúaráði Málræktarsjóðs verður haldinn 18. ágúst nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið.
Bæjarráð skipar Erling Sigurðarson í fulltrúaráð Málræktarsjóðs fyrir hönd bæjarins og Þórgný Dýrfjörð til vara.


6 Útilistaverk - Andrew Rogers
2006050080
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 12. júlí 2006:
"Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að aflað verði meðmæla Skipulagsstofnunar sbr. 3 tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 og að framkvæmdin verði kynnt með auglýsingu í blöðum og að athugasemdafrestur vegna hennar verði
17. júlí til 4. ágúst nk. Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs verði falið að afla meðmæla Skipulagstofnunar og annast kynningu."
Arndís Bergsdóttir, verkefnastjóri Andrews Rogers mætti á fundinn og kynnti listamanninn og listaverkið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs.


7 Tilnefning í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar vegna stofnanasamninga
2006070004
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 5. júlí 2006:
Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd Akureyrarbæjar við ýmsa samningsaðila.
Kjarasamninganefnd tilnefnir eftirtalda sem fulltrúa Akureyrarbæjar:
Ásgeir Magnússon formaður, Þórarinn B. Jónsson og Maríu Ingadóttur.
Starfsmannastjóri verður starfsmaður nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu kjarasamninganefndar.


8 Vinnuhópur um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ - framkvæmd
2005010084
2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 5. júlí 2006:
Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar leggur til að kjarasamninganefnd sinni verkefnum sem verið hafa á verksviði vinnuhóps um yfirvinnu og starfsmenn nefndarinnar verði starfsmannastjóri og sviðsstjóri félagssviðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.


9 Hækkun á gjaldskrá hjá dagforeldrum
2006030037
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. júlí 2006:
Fyrir fundinum lá tillaga að þjónustusamningi Akureyrarbæjar við dagforeldra á Akureyri, en þessi tillaga er afrakstur viðræðna deildarstjóra og daggæslufulltrúa við fulltrúa dagforeldra.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að þjónustusamningi við dagforeldra á Akureyri fyrir sitt leyti en óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 7.100.000 á þessu ári til þess að mæta viðbótarkostnaði sem til fellur vegna hækkunar á niðurgreiðslum vegna barna hjá dagforeldrum. Skólanefnd telur þetta einu færu leiðina til þess að gera kostnað foreldra sem eiga barn hjá dagforeldri sambærilegan kostnaði foreldra sem eiga barn í leikskóla.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra skóladeildar og formanni skólanefndar að fullvinna fyrirliggjandi drög að samningi og taka við þá vinnu tillit til umræðna á fundinum. Samningurinn komi síðan að nýju fyrir bæjarráð.


10 Háskólinn á Akureyri - Orkuháskóli
2006030133
Erindi frá Þekkingarvörðum ehf. um aukið hlutafé bæjarins í félaginu og aðkomu bæjarins að stofnun Orkuháskóla í tengslum við Háskólann á Akureyri. Áður á dagskrá bæjarráðs 27. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær auki hlutafé sitt í Þekkingarvörðum ehf. um 5 mkr. Jafnframt lýsir bæjarráð því yfir að Akureyrarbær muni leggja fram hlutafé í Orkuvörðum ehf. sem nemur allt að 20 mkr. enda hafi fjármögnun verkefnisins miðað við fyrirliggjandi áætlanir félagsins um 120 mkr. hlutafjárþörf í heild verið tryggð og nauðsynlegir samningar um starfsemina liggi fyrir. Hlutaféð verður greitt úr Framkvæmdasjóði.


11 Dalsbraut í forgang
2006070042
Lagt fram erindi dags. 28. júní sl. frá áhugahópi um bætta umferð á Akureyri ásamt undirskriftalista. Þar er því beint til bæjarráðs að breyta fyrri ákvörðun varðandi lagningu tengibrauta og hefja þegar í stað undirbúning að lagningu Dalsbrautar.
Í samþykkt bæjarstjórnar frá 25. apríl sl. er gert ráð fyrir því að Miðhúsabraut verði lögð að Súluvegi á þessu ári og í samkomulagi núverandi meirihluta kemur fram að þörfin fyrir lagningu Dalsbrautar verði metin þegar Miðhúsabraut hefur verið í notkun í tvö ár. Þannig er komið til móts við mismunandi sjónarmið íbúa og fagmanna í þessu máli. Bæjarráð telur að engar þær upplýsingar hafi komið fram sem kalli á endurskoðun þessarar áætlunar.


12 Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - Dalsbraut mótmæli
2006040087
Lagðar fram athugasemdir við Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 varðandi tengibrautir og undirskriftalistar íbúa sem skora á bæjaryfirvöld að taka Dalsbraut út af aðalskipulagi.
Lagt fram til kynningar


13 Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - Akureyrarvöllur
2006040087
Lagðir fram undirskriftalistar þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að nota Akureyrarvöll áfram sem íþróttavöll.
Lagt fram til kynningar.


14 Önnur mál
Rætt um tillögu ríkisstjórnarinnar um seinkun á framkvæmdum.Fundi slitið.