Bæjarráð

7463. fundur 29. júní 2006
Fundargerð
3061. fundur
29.06.2006 kl. 09:00 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Læknafélag Íslands - samkomulag
2006060074
Kynnt samkomulag Akureyrarbæjar við Læknafélag Íslands um kjör lækna sem ráðnir hafa verið til starfa hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri frá þeim tíma að Akureyrarbær tók að sér rekstur hennar skv. þjónustusamningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið dags. 27. desember 1996.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2 Norræn vinabæjasamskipti með áherslu á leikskólann - ráðstefna 2007
2006060066
Erindi dags. 19. júní 2006 frá Kristlaugu Svavarsdóttur leikskólastjóra á Iðavöllum og Sigríði Sítu Pétursdóttur sérfræðingi á skólaþróunarsviði HA þar sem óskað er eftir stuðningi við norræna vinabæjasráðstefnu um leikskólastarf sem fyrirhugað er að halda á Akureyri haustið 2007. Óskað er eftir að Akureyrarbær verði bakhjarl ráðstefnunnar.
Málinu vísað til skólanefndar til afgreiðslu.


3 Reiðhöll - staða í byggingamálum
2005050026
Erindi dags. 26. júní 2006 frá Ástu Ásmundsdóttur, formanni hestamannafélagsins Léttis varðandi stöðu í byggingamálum reiðhallar.
Samkvæmt þeim gögnum sem kynnt voru á fundinum er ljóst að vegna verðbólgu og gengisþróunar hefur kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar hækkað verulega þrátt fyrir ákvörðun um að mjókka húsið um 5 metra. Jafnframt hafa vonir um aukna aðkomu ríkisins að verkinu brugðist. Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir framkvæmdinni með framlagi sem nemur andvirði gatnagerðargjalda og viðbótarfjárframlagi að upphæð kr. 15 milljónir. Kostnaði bæjarsjóðs verður að hluta til mætt með því að draga úr framkvæmdum í hesthúsahverfi á árunum 2007-2008. Bæjarstjóra eða staðgengli hans er falið að ganga frá viðauka við samkomulag bæjarins og hestamannafélagsins þar sem frá þessum breytingum á samningum er gengið. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2006
2006040108
Lögð fram dagskrá vorfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn verður 5. júlí 2006 kl. 09:30 á Strikinu Skipagötu 14, Akureyri.
Lagt fram til kynningar.


5 Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. - uppsögn samnings
2006060082
Lögð fram tillaga um að Akureyrarbær dragi sig út úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar byggðasamlags. Sameiginleg markmið Sorpeyðingar hafa ekki náð fram að ganga. Unnin hefur verið svæðisáætlun fyrir meðhöndlun úrgangs í Eyjafirði og mun Akureyrarbær beita sér fyrir því að þeim markmiðum og markmiðum Staðardagskrár 21 verði náð fyrir sitt leyti. Við framkvæmd áætlunar um meðhöndlun úrgangs verður áhersla lögð á dreifingu ábyrgðar og vinnu þannig að jafnt opinberir aðilar og rekstraraðilar, íbúar og fleiri séu þátttakendur í aðgerðum er tengjast markmiðum og framtíðarmótun hennar.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær dragi sig út úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. frá og með 1. janúar 2007. Þetta verður tilkynnt samstarfssveitarfélögum á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar þann 5. júlí næstkomandi. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.


6 Útboð á innheimtuþjónustu 2006 - kæra
2006060076
Erindi dags. 22. júní 2006 frá kærunefnd útboðsmála þar sem tilkynnt er um móttöku kæru AM Kredit ehf. Kærð er ákvörðun bæjarráðs Akureyrar að ganga til samninga við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. í útboði vegna innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið.
Bæjarlögmaður kynnti erindið.


7 Útboð á innheimtuþjónustu 2006 - ósk um endurupptöku
2006040031
Erindi dags. 22. júní 2006 frá Lögmannsstofunni ehf. þar sem mælst er til þess að ákvörðun bæjarráðs frá 15. júní sl., þar sem bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga um innheimtuþjónustu við Intrum á Íslandi ehf./Lögheimtuna ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, verði endurskoðuð.
Beiðni um endurupptöku ákvörðunar bæjarráðs frá 15. júní 2006 er hafnað þar sem endurupptökuskilyrði skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eru ekki fyrir hendi. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kynna Lögmannsstofunni ehf. afstöðu bæjarráðs.Fundi slitið