Bæjarráð

7433. fundur 22. júní 2006
3060. fundur
22.06.2006 kl. 09:00 - 11:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Arctic Portal verkefnið - Norðurslóðagáttir
2006050099
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 15. júní sl.
Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 2.000.000 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


2 Samstarfsnefnd um Upplýsingamiðstöð Norðurlands eystra
2004050069
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um Upplýsingamiðstöð Norðurlands eystra dags. 1. júní sl. Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu samstarfsnefndar, sbr. 4. lið fundargerðarinnar, um uppsögn samnings dags. 11. maí 2004 um Upplýsingamiðstöð Norðurlands eystra á Akureyri.

Þegar hér var komið vék Sigríður Stefánsdóttir af fundi.

3 Ráðningarsamningur við bæjarstjóra
Formaður bæjarráðs kynnti ráðningarsamning við bæjarstjóra.
Bæjarstjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir samninginn með 3 samhljóða atkvæðum.


4 Estia hf. - tilboð í Tækifæri hf.
2006060034
Erindi dags. 12. júní 2006 frá framkvæmdastjóra Estia hf. þar sem gert er formlegt tilboð í eignarhlut Akureyrarbæjar í Tækifæri hf. Alls er um að ræða 20% hlut í félaginu að nafnverði um 108 millj. kr.
Bæjarráð hafnar tilboðinu.


5 Hafnarstræti 94
2006020121
Hamborg, Hafnarstræti 94 - endurbygging.
Bæjarráð samþykkir að veita hjónunum Sigmundi Rafni Einarssyni og Guðbjörgu Ingu Jósefsdóttur styrk að upphæð kr. 2.000.000 vegna endurbyggingar Hafnarstrætis 94, Hamborgar og sem viðurkenningarvott vegna þess frumkvæðis og dugnaðar sem þau hafa sýnt við endurgerð gamalla húsa í bæjarfélaginu. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


6 Erfðafestuland nr. E-510-150044
2006060020
Erindi dagsett 7. júní 2006 frá Árna Magnússyni, kt. 050431-4529, þar sem hann býður Akureyrarbæ forkaupsrétt að erfðafestulandi nr. E-510-150044.
Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt að erfðafestunni E-510-150044 og felur bæjarlögmanni að ganga frá innlausninni.


7 Greið leið ehf. - aðalfundur 2006
2006060055
Erindi dags. 14. júní 2006 frá Greiðri leið ehf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 29. júní nk. kl. 15:00 að Strandgötu 29, Akureyri. Einnig lagður fram ársreikningur fyrir árið 2005.
Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


8 Eyþing - aðalfundur 2006
2006050088
Erindi dags. 14. júní 2006 frá Eyþingi þar sem því er beint til sveitarstjórna að þær ræði ályktanir eða erindi sem þær óska eftir að leggja fyrir aðalfundinn, en erindi þurfa að hafa borist stjórn Eyþings a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund sem haldinn verður 23. og 24. september nk.
Lagt fram til kynningar.


9 Samband íslenskra sveitarfélaga - 20. landsþing
2006060045
Erindi dags. 14. júní 2006 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 20. landsþings sambandsins á Akureyri dagana 27.- 29. september nk.
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 21. júní sl. voru eftirtaldir kosnir þingfulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:
aðalmenn:
Kristján Þór Júlíusson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Gerður Jónsdóttir
og varamenn:
Hjalti Jón Sveinsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason.10 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2006
2006060059
Erindi dags.16. júní 2006 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgina 2006.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að aðkoma Akureyrarbæjar að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar verði með svipuðum hætti og undanfarin ár.

Bæjarráð skipar Gerði Jónsdóttur varabæjarfulltrúa, sviðsstjóra félagssviðs, skólafulltrúa og forvarnafulltrúa í vinnuhóp sem hafi umsjón með aðkomu bæjarins að hátíðinni. Gerður Jónsdóttir kalli vinnuhópinn saman.
Ráðið vísar jafnframt erindi hagsmunafélagsins til vinnuhópsins.

Elín M. Hallgrímsdóttir sat hjá við afgreiðslu og óskar eftirfarandi bókað:
"Þrátt fyrir að fjölskylduhátíðin Ein með öllu hafi farið betur fram um síðustu verslunarmannahelgi en undanfarin ár, þá þarf að setja um þessa hátíð strangari reglur og umgjörð svo unnt sé að framfylgja lögum og hátíðin verði íbúum og stjórn bæjarfélagsins til sóma."11 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007
2006060029
Lögð fram drög að fjárhagsáætlunarferli 2006 vegna áætlunar 2007.
Bæjarráð samþykkir vinnuferlið.


12 Sumarleyfi bæjarstjóra
Í sumarleyfi bæjarstjóra munu forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs gegna hlutverki staðgengils bæjarstjóra skv. nánara samkomulagi þeirra í milli.


13 Önnur mál
Rætt um starfsmannamál á framkvæmdadeild.
Fundi slitið.