Bæjarráð

7364. fundur 01. júní 2006
3058. fundur
01.06.2006 kl. 10:00 - 10:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Northern Forum - 4. umhverfisþing ungmenna 2006 - YEF
2006050121
Fyrirhugað er að halda umhverfisþing ungmenna, "Youth Eco Forum" á vegum Northern Forum samtakanna í Khanty-Mansiisk í Rússlandi árið 2006. Umhverfisþingið 2005 var haldið á Akureyri. Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar mætti á fundinn undir þessum lið.
Lögð fram yfirlýsing þingsins sem haldið var á Akureyri 2005.
Yfirlýsingunni vísað til náttúruverndarnefndar.
Bæjarráð samþykkir þátttöku 2ja ungmenna og fararstjóra á umhverfisþingið 2006.2 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2006
2005120088
Erindi dagsett 24. maí 2006 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs 2006.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.3 Hrísey - flokkun á úrgangi
2006050135
Erindi dags. 27. apríl 2006 frá nemendum og kennurum í leik- og grunnskóla Hríseyjar varðandi flokkun á úrgangi í eyjunni.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


4 Verkmenntaskólinn á Akureyri - styrkbeiðni
2006050136
Erindi dags. 30. maí 2006 frá Bylgju Jóhannesdóttur nemanda í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 125.000 til þátttöku í Evrópukeppni ungs fólks í frumkvöðlafræðum sem haldin verður í Interlaken í Sviss dagana 3.- 6. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 125.000. Upphæðin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".Þessi fundur er síðasti fundur bæjarráðs á þessu kjörtímabili.
Bæjarstjóri þakkaði formanni bæjarráðs sérstaklega gott samstarf sem og
öðrum bæjarráðsmönnum á kjörtímabilinu.
Formaður bæjarráðs þakkaði bæjarráðsmönnum og starfsmönnum ánægjulegt
samstarf og árnaði þeim allra heilla á komandi árum.


Fundi slitið.