Bæjarráð

7339. fundur 24. maí 2006
3057. fundur
24.05.2006 kl. 09:00 - 10:10
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Kristján Þór Júlíusson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Dan Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Eyþing - aðalfundur 2006
2006050088
Erindi dags. 12. maí 2006 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana 22.- 23. september 2006 í Svalbarðsstrandarhreppi.
Lagt fram til kynningar.


2 Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2005
2006020057
Lögð fram nýútkomin ársskýrsla Akureyrarbæjar 2005.
Lagt fram til kynningar.


3 Arctic Portal verkefnið - styrkbeiðni
2006050099
Erindi dags. 19. maí 2006 frá Halldóri Jóhannssyni og Björk Sigurgeirsdóttur f.h. ICEPORT hópsins þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ að upphæð 2 millj. kr. vegna verkefnisins Arctic Portal (Norðurslóðagáttin).
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


4 Kjaranefnd Kjalar og Akureyrarbæjar - fundargerð
2006050123
2. liður í fundargerð kjaranefndar Kjalar og Akureyrarbæjar dags. 22. maí 2006:
Erindi frá Kili vegna ósamræmis í launakjörum sjúkraliða sem vinna sambærileg störf samkvæmt mismunandi kjarasamningum.
Nefndin samþykkir að jafna kjör núverandi starfsmanna frá 1. júní 2006.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu kjaranefndar og gildi ákvörðunin til loka kjarasamningsins.


5 Glerárdalur - deiliskipulag
2006050092
Lagt fram afrit af erindi til umhverfisráðs, móttekið 16. maí 2006, frá Ástu M. Ásmundsdóttur f.h. stjórnar Hestamannafélagsins Léttis þar sem stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um skipulag útivistarsvæðisins í mynni Glerárdals.
Bæjarráð bendir á að lengi hefur staðið til að skipuleggja akstursíþróttasvæði á þeim stað sem bréfritari nefnir og að í þeim tilgangi hafi Akureyrarbær keypt land á svæðinu. Bæjarráð væntir þess að umhverfisráð muni hafa samráð við Hestamannafélagið og aðra málsaðila við gerð deiliskipulags af svæðinu.


6 Tækni- og umhverfissvið - rekstur
2005080076
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19. maí 2006:
Fram voru lagðir útreikningar á þróun rekstrarkostnaðar þeirra málaflokka tækni- og umhverfissviðs sem á árinu 2005 sýndu mest frávik frá fjárhagsáætlun. Útreikningarnir ná til síðustu fjögurra ára. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að við úthlutun fjárhagsramma undanfarinna ára hafi ekki verið nægilega tekið tillit til stækkunar bæjarins og þ.a.l. aukinna umsvifa ýmissa þjónustuþátta.
Framkvæmdaráð vísar útreikningunum til bæjarstjóra og bæjarráðs og óskar eftir að þeir verði teknir til skoðunar áður en fjárhagsrömmum fyrir árið 2007 verður úthlutað og við endurskoðun 2006.
Lagt fram til kynningar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

7 Yfirlýsing Hlutverks og Alþýðusambands Íslands
2006050082
2. liður í fundargerð kjaranefndar Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar:
Yfirlýsing Hlutverks, samtaka um vinnu og verkþjálfun og Alþýðusambands Íslands um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra frá 4. maí 2006.
Samþykkt að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði heimild til að vinna að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd frá 1. september 2006 þeim breytingum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi fatlaðra á vinnustöðum Akureyrarbæjar skv. yfirlýsingunni. Lagt er til að starfsmannastjóra og forstöðumanni PBI verði falið í samráði við formann Einingar-Iðju að móta tillögu um framkvæmd, sem lögð verði fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

Ármann Jóhannesson sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs vék af fundi.

8 Sveitarstjórnarkosningar 27. maí 2006 - kjörskrá
2006030068
Erindi dags. 19. maí 2006 frá Cecil Haraldssyni f.h. Jóhanns Árelíuzar Einarssonar,
kt. 280852-2609, sem búsettur er í Svíþjóð, þar sem Jóhann óskar eftir að verða tekinn inn á kjörskrá Akureyrarbæjar.
Bæjarráð hafnar erindinu með vísan til 2. gr. II. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 sbr. 9. gr. lögheimilislaga nr. 21/1990.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni afgreiðslu sambærilegra mála og gera leiðréttingu á kjörskrá.9 Forstöðumenn ÍTA
2006050020
1. liður í fundargerð yfirvinnunefndar dags. 22. maí 2006.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirvinnunefndar.
Bæjarráð óskar eftir því við stjórnsýslunefnd að hún móti tillögu um meðferð sambærilegra mála.10 Sjómannadagurinn á Akureyri - styrkbeiðni 2006
2006050122
Erindi dags. 23. maí 2006 frá Konráði Alfreðssyni, formanni Sjómannafélags Eyjafjarðar, Guðmundi Steingrímssyni f.h. Félags skipstjórnarmanna og Jóni Jóhannssyni f.h. Vélstjórafélags Íslands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til að greiða hluta af þeim kostnaði sem til fellur við að halda sjómannadaginn á Akureyri 2006 hátíðlegan.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 300.000. Upphæðin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".Fundi slitið.