Bæjarráð

7304. fundur 18. maí 2006
3056. fundur
18.05.2006 kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Fimleikahús - niðurstöður vinnuhóps
2004030031
Lagðar fram niðurstöður vinnuhóps, sem bæjarráð skipaði á fundi sínum 27. apríl sl., til að fara yfir þá valkosti sem fyrir liggja varðandi byggingu fimleikahúss.
Fanney Hauksdóttir og Anton Brynjarsson frá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. ásamt Guðríði Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar og Kristni H. Svanbergssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar með ósk um að stjórnin vinni að undirbúningi framkvæmda íþrótta- og fimleikahúss norðan Giljaskóla á grunni þeirra tillagna sem verkefnisliðið lagði fram. Sá fyrirvari er gerður að áætlaður kostnaður rúmast ekki innan gildandi fjárhagsáætlunar. Frekari ákvarðanir verða því teknar af nýrri bæjarstjórn.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Mér finnst eðlilegt að vísa þessu máli til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. Þær tillögur sem liggja hér fyrir er ég að sjá í fyrsta skipti á fundinum. Það er margt gott í þessum tillögum, þó er ýmislegt sem ég vil fá að skoða betur og hefði viljað fá lengri tíma. Áherslur mínar munu koma fram á síðari stigum málsins. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins."2 Tímabundin viðbótarlaun
2006050089
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Karl Guðmundsson sviðsstjóri félagssviðs lögðu fram tillögu að reglum um tímabundnar launaviðbætur vegna sérstakra forsenda, svokölluð TV-laun en í kjarasamningum BHM félaga við LN er ákvæði um mögulegar launaviðbætur á sérstökum forsendum.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Valgerður H. Bjarnadóttir sat hjá við afgreiðslu og óskar eftirfarandi bókað:
"Ég tel að nauðsynlegt sé að undirbúa það vel að taka TV-einingar í notkun, til að sá árangur sem náðst hefur til launajöfnunar með vinnu undanfarin ár renni ekki út í sandinn."


Halla Margrét Tryggvadóttir og Ármann Jóhannesson viku af fundi.


3 Brandr - Northern Periphery 2006
2006010006
Lögð fram tilkynning um lokaráðstefnu Brandr verkefnisins sem haldin verður í Svíþjóð 13. og 14. júní nk.
Lagt fram til kynningar.


4 Samtök psoriasis- og exemsjúklinga - styrkbeiðni
2006050047
Erindi dags. 25. apríl 2006 frá stjórn SPOEX á Akureyri þar sem óskað er eftir aðstoð eða framlagi til að koma á stofn meðferðar- og lækningarúrræði fyrir psoriasis- og exemsjúklinga á Norðurlandi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að ræða við bréfritara.

Karl Guðmundsson vék af fundi.

5 Akureyri International Music Festival - styrkbeiðni
2006050055
Erindi dags. 9. maí 2006 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við tónlistarhátíðina "AIM festival" sem haldin verður 2.- 4. júní nk. á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000. Færist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


6 Hestamannafélagið Léttir - styrkbeiðni
2006050064
Erindi dags. 9. maí 2006 frá formanni Hestamannafélagsins Léttis þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 1.5 millj. kr. til reiðvegagerðar á leiðinni Akureyri-Melgerðismelar.
Bæjarráð heimilar að 1,5 millj. kr. af fjárveitingu þeirri sem áætluð var til framkvæmda í hesthúsahverfum bæjarins 2006 verði varið til reiðvegagerðarinnar að því tilskyldu að heildarfjármögnun verkefnisins náist.


7 Kvenfélagið Hlíf - styrkbeiðni
2006050087
Umsókn dags. 10. maí 2006 frá Margréti Baldursdóttur f.h. Kvenfélagsins Hlífar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 vegna útgáfu á riti um sögu félagsins.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000. Færist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


8 Fjölskylduhátíð í Hrísey - styrkbeiðni
2006050090
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 11. maí 2006:
Erindi dags. 5. maí 2006 frá "Fjölskylduhátíð í Hrísey" þar sem sótt er um styrk vegna hátíðar í Hrísey 2006.
Menningarmálanefnd óskar eftir að bæjarráð taki umsóknina til afgreiðslu í samræmi við afgreiðslur á sambærilegum umsóknum frá öðrum hátíðum af svipuðum toga.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 400.000 sem færist til gjalda á málaflokk 13 "atvinnumál".


9 Búsetustefna fyrir fólk með fötlun
2006020004
8. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. maí 2006:
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að teknar verði 5 íbúðir á leigu að Akursíðu 2-4 fyrir fatlaða einstaklinga.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.Fundi slitið,.