Bæjarráð

7253. fundur 11. maí 2006
 
3055. fundur
11.05.2006 kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 


1 Málræktarsjóður - aðalfundur 2006
2006050009
Erindi dags. 2. maí 2006 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 2. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson sem fulltrúa Akureyrarbæjar og Þórgný Dýrfjörð sem varamann.


2 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - ársfundur 2006
2006050041
Erindi dags. 4. maí 2006 frá forstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem boðið er til ársfundar 2006 sem haldinn verður 16. maí nk. kl. 13:30 í Oddfellowhúsinu, Sjafnarstíg 3.
Lagt fram til kynningar.


3 Afskriftir krafna 2006
2006050042
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu um afskriftir krafna að upphæð kr. 918.921.
Bæjarráð samþykkir afskriftirnar.


4 Lerkilundur 24 - viðbygging
2006030106
Erindi dags. 1. maí 2006 frá Birni Rögnvaldssyni, Lerkilundi 22, þar sem afgreiðslu umhverfisráðs þann 19. apríl sl. er mótmælt. Þess er krafist að málið verði endurupptekið fyrir nefndinni sbr.
17. gr. samþykktar um umhverfisráð.
Einnig lagt fram erindi dags. 6. maí 2006 frá Þóru Víkingsdóttur og Snorra Snorrasyni,
Lerkilundi 24.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur að ekki séu forsendur fyrir endurupptöku málsins á grundvelli þeirra ástæðna, sem tilgreindar eru í ofangreindu bréfi Björns Rögnvaldssonar frá 1. maí sl. og felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.
Þórarinn B. Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu vegna aðkomu hans að málinu í umhverfisráði.


Fundi slitið.