Bæjarráð

7224. fundur 04. maí 2006
3054. fundur
04.05.2006 kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2006
2006040078
Erindi dags. 24. apríl 2006 frá Árna Sigurjónssyni f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 19. maí nk. kl. 16:00 að Borgartúni 37 í Reykjavík.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


2 Húsaleigubætur
2006040089
Lögð fram beiðni dags. 25. apríl 2006 um að bæjarráð taki til afgreiðslu synjun húsnæðisdeildar um húsaleigubætur.
Bæjarráð telur endurupptökuskilyrði ekki fyrir hendi og felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.


3 Háskólinn á Akureyri - styrkbeiðni 2006
2006040106
Erindi dags. 26. apríl 2006 frá Háskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 750.000 vegna undirbúnings náms í íþrótta- og tómstundafræðum við kennaradeild skólans.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000. Fjárhæðin færist af "styrkveitingum bæjarráðs".


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2006
2006040108
Erindi dags. 26. apríl 2006 þar sem tilkynnt er um vorfund Héraðsnefndar Eyjafjarðar 5. júlí nk. Einnig lagður fram ársreikningur Héraðsnefndar Eyjafjarðar 2005.
Lagt fram til kynningar.


5 Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2006
2006050001
Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands miðvikudaginn 17. maí nk. kl. 15:00 í Hafnarhúsinu við Fiskitanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


6 Rósenborg
2006030115
7. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 28. mars 2006:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og felur deildarstjóra að ganga frá henni til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
Einnig lögð fram í bæjarráði tillaga að reglum um Rósenborg - umráð og afnot hússins.
Bæjarráð samþykkir að fela ÍTA stjórn möguleikamiðstöðvarinnar Rósenborgar en óskar eftir nánari útfærslu ráðsins á gjaldskrá og reglum um starfsemina.


7 Bæjarstjórnarkosningar 2006 - styrkur vegna framboða
2006050002
Lögð fram eftirfarandi tillaga um styrk við framboð til bæjarstjórnarkosninga 2006:
"Bæjarráð leggur til að varið verði úr bæjarsjóði kr. 1.500.000 til stuðnings við framboð til bæjarstjórnarkosninga 2006. Upphæðinni skal skipta jafnt á milli þeirra sem skila gildum framboðslistum til kjörstjórnar og skal heimilt að greiða forsvarsmönnum listanna sinn hluta upphæðarinnar, þegar kjörstjórn hefur úrskurðað framboðslista gilda.
Með greiðslu á framangreindu framlagi fylgir að Akureyrarbær og stofnanir hans munu ekki greiða sérstaklega fyrir auglýsingar frá bænum, sem kunna að birtast í blöðum útgefnum á vegum framboðslistanna."
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Fjárhæðin færist af "styrkveitingum bæjarráðs".8 Hafnarstræti 98 - sala
2006030098
Lögð fram drög að samkomulagi um sölu á Hafnarstræti 98 vegna skipulags.
Lagt fram til kynningar.


9 Undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006
2006030068
Lagður fram listi með nöfnum 30 aðalmanna og 30 varamanna í undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí nk.
Bæjarráð samþykkir þær tilnefningar, sem fram koma á listanum.


10 Skólastefna Akureyrarbæjar
2003060065
Bæjarstjóri lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Í samræmi við stefnumörkun í nýrri skólastefnu Akureyrarbæjar samþykkir bæjarráð 15 milljón króna fjárveitingu til tölvukaupa fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar. Fjárveiting þessi er til ráðstöfunar fyrir skólanefnd til kaupa á fartölvum fyrir kennara við grunnskóla bæjarfélagsins. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006."
Bæjarráð samþykkir tillöguna.Fundi slitið.