Bæjarráð

7145. fundur 12. apríl 2006
Bæjarráð - Fundargerð
3052. fundur
12.04.2006 kl. 09:00 - 10:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Brynja B. Pálsdóttir fundarritari


1 Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2006
2006010144
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 6. apríl sl.
Bæjarráð vísar tillögunni með áorðnum breytingum á 4. og 5. grein til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Valgerður H. Bjarnadóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég er sammála þeim meginhugmyndum sem fram koma í tillögu að gjaldskrá gatnagerðargjalda og finnst eðlilegt að færa gjöldin hér á Akureyri nær því sem gerist í sambærilegum sveitarfélögum. Ég get þó ekki samþykkt svo mikla hækkun í einni lotu, tel eðlilegra að grípa til nokkurra þrepahækkana næstu árin. Ég lýsi reyndar furðu minni á því að ekki hafi komið fram slíkar tillögur síðustu ár, ef ljóst var að gjöldin hér væru óeðlilega lág, bæði miðað við önnur sveitarfélög og miðað við útgjöld bæjarins af gatnagerð.2 Félag eldri borgara á Akureyri - þakkarbréf
2003120053
Lagt fram bréf dags. 24. mars 2006 frá Björgu Finnbogadóttur f.h. Félags eldri borgara á Akureyri þar sem bæjarstjórn Akureyrar eru færðar þakkir fyrir þá glæsilegu þjónustumiðstöð sem opnuð hefur verið í Bugðusíðu 1. Einnig þakkar aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri bæjarstjórn Akureyrar fyrir þá ákvörðun að veita öllum íbúðareigendum sem búa í eigin húsnæði og eru fæddir 1939 eða fyrr, allt að 30 þúsund króna afslátt af fasteignaskatti.
Bæjarráð þakkar Félagi eldri borgara á Akureyri fyrir hlýleg orð í garð bæjarstjórnar og væntir þess að samskipti og samstarf við félagið megi áfram verða sem árangursríkast.


3 Knattspyrnudeild KA - ályktun aðalfundar 2006
2003080026
Lögð fram ályktun aðalfundar Knattspyrnudeildar KA sem haldinn var þriðjudaginn 4. apríl 2006.
Bæjarráð undrast ályktun aðalfundarins. Á undanförnum árum hefur aðstaða til knattspyrnuiðkunar verið bætt stórlega á Akureyri með tilkomu Bogans og nú síðast við lagfæringar á svæði KA við Lundartún. Vinna við endurskoðun aðalskipulags Akureyrar er á lokastigi. Við endanlega afgreiðslu á endurskoðuðu aðalskipulagi verða teknar ákvarðanir, sem nauðsynlegar eru vegna þeirra framkvæmda sem ráðast þarf í vegna Landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Akureyri 2009. Um undirbúning og framkvæmd tillagna verður eins og venja er haft samráð við íþróttahreyfinguna. Bæjarráð telur því áhyggjur aðalfundarins óþarfar og felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.
Oddur Helgi Halldórsson og Valgerður H. Bjarnadóttir sitja hjá við afgreiðsluna.4 Stúlkur í vanda
2006030046
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 10. apríl 2006:
Deildarstjóri lagði fram tillögu um stofnun úrræðis í tengslum við Hlíðarskóla fyrir stúlkur í vanda.
Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar og að stefnt skuli að því að starfsemi geti hafist í upphafi næsta skólaárs. Fjármögnun verkefnisins er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2006.Fundi slitið.