Bæjarráð

7116. fundur 06. apríl 2006
3051. fundur
06.04.2006 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Samþykktir LN og heimildir til launaviðbóta við gildandi kjarasamninga
2006010151
Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 1. mars 2006 ásamt fundargerð samstarfsnefndar LN og MATVÍS dags. 3. mars 2006 vegna heimildar til hækkunar í samræmi við heimildir LN sem samþykktar voru á fundi LN 28. janúar 2006.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær nýti þær heimildir til launabreytinga sem fram koma í 3. lið fundargerðar 10. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og MATVÍS, sem haldinn var þann 3. mars sl.


2 Unglingavinna 2006 - laun
2006020108
Lögð fram tillaga að launum 14, 15 og 16 ára unglinga í vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2006.
Lagt er til að að laun unglinga taki sömu hækkun og kjarasamningur Einingar-Iðju, hækki um 3% frá 1. janúar 2006 og verði:
14 ára kr. 340 pr. klst. (orlof innifalið)
15 ára kr. 389 pr. klst. (orlof innifalið)
16 ára kr. 451, auk orlofs 10,17% eða alls kr. 497 pr. klst.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna.
Oddur Helgi Halldórsson og Valgerður H. Bjarnadóttir óska bókað að þau sátu hjá við afgreiðslu.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar jafnframt bókað:
"Lægstu taxtar hjá Akureyrarbæ hafa hækkað verulega með heimild Launanefndar nýverið. Eðlilegt væri að þeirrar hækkunar sjái stað að einhverju leyti í launum 14-17 ára unglinga."


Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri vék af fundi.

3 Starfshópur MATUR-INN - styrkbeiðni
2006030081
Erindi ódags. frá Friðriki V. Karlssyni f.h. Starfshóps MATUR-INN þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna verkefnisins "Ímynd Eyjafjarðar sem matvælaframleiðsluhéraðs".
Meirihluti bæjarráðs samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 500.000. Upphæðin greiðist af málaflokki 13.


4 Ungir frumkvöðlar - félagsaðild
2006030070
Erindi dags. 14. mars 2006 frá Jennýju Jóakimsdóttur verkefnastjóra JA - Ungra frumkvöðla þar sem óskað er eftir félagsaðild Akureyrarbæjar að Junior Achievement-Ungum frumkvöðlum.
Bæjarráð samþykkir félagsaðild til eins árs til reynslu.


5 Þjónusta við ferðamenn 2006 - ósk um fjárframlag
2006030060
Lagt fram ódags. erindi frá Markaðsráði Hríseyjar varðandi umsjón og rekstur tjaldsvæðis og upplýsingamiðstöðvar í Hrísey ásamt minnisblaði markaðs- og kynningarstjóra dags. 3. apríl 2006.
Bæjarráð samþykkir tillögu e) sem fram kemur í minnisblaðinu, þ.e. að gert verði ráð fyrir að þrifum á snyrtingum á tveim stöðum og innheimtu og umsjón með tjaldsvæði verði sinnt af starfsfólki því sem ráðið verður til sundlaugarinnar. Þá felur bæjarráð markaðs- og kynningarstjóra að vinna að lausn annarra þátta í erindi Markaðsráðsins.


6 Háskólinn á Akureyri - Orkuháskóli
2006030133
Erindi dags. 24. mars 2006 frá Guðjóni Steindórssyni framkvæmdastjóra Þekkingarvarða ehf. og Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri varðandi ósk um aðkomu bæjarstjórnar Akureyrar að stofnun einkaháskóla í endurnýjanlegum orkugjöfum (vistvæn orka) á Akureyri. Óskað er eftir því að fá að kynna umræddan skóla og hugsanlega aðkomu bæjarins að stofnun félagsins Orkuvarða ehf.
Lagt fram til kynningar.


7 Lárus Hinriksson - leiga á Glerá
2006030136
Erindi dags. 26. mars 2006 frá Lárusi H. List þar sem óskað er eftir því að fá hluta Glerár á leigu með það í huga að rækta í henni fisk til sportveiða. Lagt fram minnisblað dags. 4. apríl 2006 frá Ármanni Jóhannessyni sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara bréfritara.

Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri vék af fundi.

8 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2006
2006040003
Tölvupóstur dags. 30. mars 2006 frá Soffíu Gísladóttur f.h. stjórnar Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 12. apríl nk. í húsnæði SÍMEY að Þórsstíg 4, Akureyri kl. 13:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.


9 Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2006
2006010144
3. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 4. apríl 2006, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu. Umræður um tillögu að endurskoðuðum reglum um gatnagerðargjöld. Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.Fundi slitið.