Bæjarráð

7094. fundur 30. mars 2006
3050. fundur
30.03.2006 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Árrmann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ferðafélag Akureyrar - styrkbeiðni 2006
2006030089
Erindi dags. 22. mars 2006 frá Ingvari Teitssyni f.h. stjórnar Ferðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar í hálendismiðstöðinni við Drekagil.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000. Fjárhæðin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


2 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - ársreikningur 2005
2006030113
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 24. mars 2006 ásamt ársreikningi og endurskoðuðum reikningum Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2005.
Lagt fram til kynningar.


3 Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2006
2006010144
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um gatnagerðargjöld.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi og Jón Ingi Cæsarsson nefndarmaður í umhverfisráði sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunni til umræðu í bæjarstjórn.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.4 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - samstarfssamningur
2006030116
Lagður fram samstarfssamningur vegna undirbúnings stofnunar skipafélags.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir hönd Framkvæmdasjóðs Akureyrar.


5 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005
2006030033
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 23. mars sl.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.