Bæjarráð

7069. fundur 23. mars 2006
3049. fundur
23.03.2006 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Norðurorka hf. - fundargerð aðalfundar 2006
2006020055
Lögð fram fundargerð aðalfundar Norðurorku hf. sem haldinn var þann 3. mars sl.
Lagt fram til kynningar.


2 Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts
2006030069
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 16. mars sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar að teknu tilliti til þeirra breytinga sem lagðar voru til við umræður á fundinum.


3 Sjálfsbjörg Akureyri - fasteignaskattur
2006020076
Erindi dags. 17. febrúar 2006 frá Pétri A. Péturssyni f.h. Sjálfsbjargar á Akureyri varðandi álagningu fasteignaskatts. Jafnframt óskar stjórn félagsins eftir að heiti starfseminnar í bókum bæjarins verði breytt.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara.


4 Lionsklúbburinn Hængur - styrkbeiðni
2006020081
Erindi dags. 21. febrúar 2006 frá Jóni Heiðari Árnasyni f.h. Lionsklúbbsins Hængs þar sem sótt er um styrk sem samsvarar fasteignagjöldum á félagsheimili Lionsklúbbsins.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara.


5 Strýtur í Eyjafirði - styrkbeiðni
2006020113
Erindi ódags. frá Erlendi Bogasyni þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna framkvæmda við strýtur í Eyjafirði árið 2006.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með kr. 300.000. Fjárhæðin greiðist af gjaldliðnum styrkveitingar bæjarráðs.6 Norðurorka hf. - gjaldskrá
2005110102
Erindi dags. 17. mars 2006 frá forstjóra Norðurorku hf. þar sem lagt er til við bæjarstjórn að um áramót 2006-2007 verði tekin upp ný gjaldskrá vatnsveitu.
Bæjarráð tilnefnir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmann til viðræðna við fulltrúa Norðurorku hf. um framtíðarskipan gjaldskrármála vegna starfsrækslu vatnsveitu. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar þess að Norðurorka hf. taki yfir rekstur fráveitu Akureyrarbæjar þegar uppbyggingu hennar er lokið samkvæmt núgildandi verkáætlun.


7 Lánasjóður sveitarfélaga - lánsumsókn 2006
2006030085
Lagt fram tilboð um lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 15. mars 2006.
Bæjarráð samþykkir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 6.500.000 EUR til 10 ára, í samræmi við ofangreint tilboð sjóðsins. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir bæjarins og kaup á veitumannvirkjum, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.
Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.8 Hestamannafélagið Léttir - samkomulag
2005050026
Lögð fram drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Hestamannafélgsins Léttis um uppbyggingu reiðhallar á árunum 2006-2007.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.


9 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005
2006030033
Tekinn fyrir Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 sem bæjarstjórn 21. mars sl. vísaði til bæjarráðs. Lögð fram sundurliðun ársreikninga 2005. Einnig var lögð fram skýrsla KPMG um endurskoðun ársreiknings bæjarins 2005 dags. í mars 2006.10 Akureyri - staðsetning björgunarþyrlu
2006030088
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um brottflutning á björgunarþyrlum varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli vill bæjarráð Akureyrar benda á mikilvægi þess að a.m.k. ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Akureyri. Með brotthvarfi eldsneytisflugvéla af Keflavíkurflugvelli er ljóst að öll lengri flug til björgunar norður og austur af landinu verða mun erfiðari en verið hefur frá suðvesturhorninu.
Á Akureyri er nú þegar miðstöð sjúkraflugs á Íslandi. Á Akureyri er hátæknisjúkrahús, sérþjálfað teymi vegna sjúkraflugs og sólarhringsvakt á flugvelli. Þyrla staðsett á Akureyri yki öryggi vegna sjúkraflugsins ennfrekar. Í erfiðum veðrum þyrfti ekki að fljúga yfir hálendið til að sinna björgunarmálum norður og austur af landinu.
Tíminn er dýrmætur ef hættu ber að höndum og af framansögðu má ljóst vera að bjargir á norðaustursvæðinu yrðu skilvirkari ef því svæði væri sinnt frá Akureyri. Því óskar bæjarráð Akureyrar eftir viðræðum við ríkisstjórn Íslands um uppbyggingu björgunarstarfs Íslendinga í kjölfar brottflutnings þyrlusveitar varnarliðsins."
Bæjarráð samþykkir bókunina.
Fundi slitið.