Bæjarráð

7046. fundur 16. mars 2006
3048. fundur
16.03.2006 kl. 09:00 - 10:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts
2006030069
Lögð fram drög að reglum um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


2 Kvennasamband Eyjafjarðar - styrkbeiðni
2004110050
Erindi dags. 7. mars 2006 frá Halldóru Stefánsdóttur formanni Kvennasambands Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna 34. Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 23.- 25. júní nk.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 420.000. Fjárhæðin greiðist af gjaldliðnum styrkveitingar bæjarráðs.


3 Norðurvegur ehf. - aðalfundur 2006
2006030054
Erindi ódags. frá stjórn Norðurvegar ehf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 22. mars 2006, kl. 15:00, á Hótel KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4 Aðalstræti 4 - fasteignaskattur
2006030039
Erindi dags. 6. febrúar 2006 frá Guðmundi Hallgrímssyni varðandi beiðni um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2006.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur fjárreiðudeild að svara bréfritara.


5 Naustaskóli - aðstaða fyrir safnaðarstarf
2006030040
Erindi dags. 7. mars 2006 frá Guðmundi Árnasyni, formanni sóknarnefndar og sr. Svavari A. Jónssyni, sóknarpresti f.h. Akureyrarkirkju varðandi aðstöðu fyrir safnaðarstarf í fyrirhuguðum Naustaskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til verkefnisliðs um byggingu Naustaskóla.


6 Landsvirkjun - ársfundur 2006
2006030036
Erindi dags. 8. mars 2006 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til ársfundar Landsvirkjunar árið 2006 sem haldinn verður fimmtudaginn 6. apríl nk. að Háaleitisbraut 68, Reykjavík og hefst hann kl. 12:30. Þess er óskað að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa á ársfundinn.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sinn á ársfundinn.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson verði aðalmaður í stjórn Landsvirkjunar f.h. Akureyrarbæjar til eins árs og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs verði varamaður.7 Landsvirkjun - tíundi samráðsfundur
2006030050
Erindi dags. 7. mars 2006 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem tilkynnt er um tíunda samráðsfund fyrirtækisins fimmtudaginn 6. apríl nk. á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Bæjarstjóra er boðið að sitja fundinn og þess jafnframt farið á leit að tilnefndir verði 4 fulltrúar Akureyrarbæjar til að sitja fundinn.
Bæjarráð tilnefnir eftirtalda sem fulltrúa Akureyrarbæjar á fundinum: Þórarinn B. Jónsson, Þóra Ákadóttir, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir sem aðalmenn og Gerður Jónsdóttir, Jóhannes G. Bjarnason, Oddur Helgi Halldórsson og Jón Erlendsson til vara.


8 Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars - hæstaréttarmál nr. 415/2005
2005100003
Lagður fram dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 415/2005 Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. gegn Akureyrarbæ. Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.