Bæjarráð

7020. fundur 09. mars 2006
3047. fundur
09.03.2006 kl. 09:00 - 11:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ársreikningur Akureyrarbæjar árið 2005
2006030033
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2005.
Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðendur frá KPMG mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum. Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Gerður Jónsdóttir og Oktavía Jóhannesdóttir fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


2 Menningarhús á Akureyri
2005050102
Ingi Björnsson formaður byggingarnefndar menningarhúss og Magnús Garðarsson verkefnisstjóri hjá Fasteignum Akureyrarbæjar mættu á fundinn undir þessum lið. Gerð var grein fyrir störfum byggingarnefndar og stöðu undirbúningsvinnu fyrir byggingu menningarhússins. Þá var lagt fram minnisblað VST dags. 2. mars 2006 um grundun hússins.3 Norræn skólasamskipti - styrkbeiðni 2006
2006030016
Erindi ódags. frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk vegna norrænna skólasamskipta.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til verkefnisins að upphæð kr. 200.000. Fjárhæðin greiðist af gjaldliðnum vinabæjasamskipti. Þá óskar bæjarráð eftir því við ÍTA, að jákvætt verði tekið í þann þátt erindisins er varðar Sundlaug Akureyrar og Hlíðarfjall.


4 Evrópusamtök sveitarfélaga - 23. allsherjarþing
2006030025
Erindi dags. 27. febrúar 2006 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um
23. allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga sem haldið verður 10.- 12. maí 2006.
Lagt fram til kynningar.


5 Útboð á bankaþjónustu - 2006
2006020024
Lagt fram minnisblað dags. 6. mars 2006 frá verkefnastjóra hagþjónustu um tilboð í bankaþjónustu fyrir Akureyrarbæ og Norðurorku hf., sem opnuð voru þann 27. febrúar sl. Tilboð bárust frá Íslandsbanka, Landsbanka, KB banka og Sparisjóði Norðlendinga.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Íslandsbanka á grundvelli tilboðs bankans.Fundi slitið.