Bæjarráð

6995. fundur 02. mars 2006
3046. fundur
02.03.2006 kl. 09:00 - 10:48
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Jafnréttisstofa - styrkbeiðni
2006020118
Erindi dags. 23. febrúar 2006 frá framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki Evrópuverkefni sem er undir Jafnréttisáætlun ESB (Community Framework Strategy on Gender Equality). Óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um þetta verkefni, bæði hvað varðar upplýsingar og fjármögnun. Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins og felur jafnréttisfulltrúa og jafnréttis- og fjölskyldunefnd umsjón þess af hálfu Akureyrarbæjar. Framlag Akureyrarbæjar er háð því að heildarfjármögnun verkefnisins gangi eftir. Fjárveitingin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


2 Menningarhús á Akureyri
2005050102
Lagt fram minnisblað dags. 24. febrúar 2006 frá Inga Björnssyni formanni byggingarnefndar menningarhúss.
Magnús Garðarsson verkefnisstjóri hjá Fasteignum Akureyrarbæjar mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála.3 Skipulagsskrá starfsendurhæfingar Norðurlands
2006020058
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 27. febrúar 2006.
Lögð fram skipulagsskrá Starfsendurhæfingar Norðurlands.
Félagsmálaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að Akureyrarbær gerist stofnaðili að Starfsendurhæfingu Norðurlands.
Bæjarráð samþykkir stofnaðild Akureyrarbæjar að sjálfseignarstofnuninni.4 Náttúrufræðikennarar á Akureyri og nágrenni - fyrirspurn
2006020120
Erindi dags. 24. febrúar 2006 frá Hafdísi Kristjánsdóttur, Síðuskóla, f.h. náttúrufræðikennara á Akureyri og nágrenni, með fyrirspurn til bæjarstjórnar Akureyrar varðandi Náttúrugripasafn á Akureyri og aðgengi að útivistarsvæðunum Kjarnaskógi og Naustaborgum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara þeim hluta erindisins sem lýtur að aðgengi að útivistarsvæðum. Þá er bæjarstjóra falið að svara fyrirspurn um málefni Náttúrugripasafnsins á Akureyri.


5 Hafnarstræti 94 - samningur um kaup
2006020121
Erindi dags. 21. febrúar 2006 frá Sigmundi Rafni Einarssyni þar sem óskað er eftir því að gengið verði frá formlegum samningi um kaup bæjarins á hluta af fasteinginni nr. 94 við Hafnarstræti á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara um hugsanleg kaup Akureyrarbæjar á eignunum til niðurrifs.


6 Frumvarp til laga - 456. mál
2006020087
Erindi dags. 17. febrúar 2006 frá allsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar, 456. mál. Fram var lögð tillaga að umsögn Akureyrarbæjar, sem unnin var af bæjarlögmanni og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Bæjarráð samþykkir að ofangreind tillaga verði send allsherjarnefnd Alþingis sem umsögn Akureyrarbæjar um lagafrumvarpið.


7 Vinnureglur um lóðaveitingar hjá Akureyrarbæ
2006010154
Tekið fyrir að nýju. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 23. febrúar 2006.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi og Jón Ingi Cæsarsson nefndarmaður í umhverfisráði sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar vinnureglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.