Bæjarráð

6967. fundur 23. febrúar 2006
3045. fundur
23.02.2006 kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Vinnureglur um lóðarveitingar hjá Akureyrarbæ
2006010154
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 9. febrúar 2006 og í umhverfisráði 25. janúar 2006.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi og Jón Ingi Cæsarsson nefndarmaður í umhverfisráði sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Jón Ingi Cæsarsson vék af fundi.

2 Miðbæjarskipulag
2006020089
Drög að auglýsingu um uppbyggingarmöguleika á miðbæjarsvæðinu. Auglýst er eftir áhugasömum fjárfestum og byggingaraðilum.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir auglýsinguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og heimilar birtingu hennar.
Valgerður H. Bjarnadóttir og Oddur Helgi Halldórsson óska bókað að þau eru á móti afgreiðslunni og leggja fram eftirfarandi bókun:
"Rétt er að endurskoðað aðalskipulag liggi fyrir áður en formlegt samkeppnisferli fer af stað um uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu."


Þegar hér var komið vék Pétur Bolli Jóhannesson af fundi.

3 Brautargengi 2006 - styrkbeiðni
2006020054
Erindi dags. 13. febrúar 2006 frá Impru nýsköpunarmiðstöð þar sem óskað er fjárstuðnings Akureyrarbæjar vegna námskeiðsins Brautargengi 2006.
Bæjarráð samþykkir að styrkja þátttöku allt að 15 kvenna sem lögheimili eiga á Akureyri til þátttöku í námskeiðinu Brautargengi 2006 með kr. 50.000 fyrir hvern þátttakanda eða allt að kr. 750.000 sem greiðast úr Framkvæmdasjóði.


4 Norðurorka hf. - aðalfundur 2006
2006020055
Erindi dags. 13. febrúar 2006 frá Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 3. mars 2006, kl. 15:00, í fundarsal Norðurorku hf., Rangárvöllum, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


5 Borgarstjórinn í Reykjavík - ósk um viðræður
2006020037
Erindi dags. 16. febrúar 2006 frá Helgu Jónsdóttur f.h. borgarstjórans í Reykjavík þar sem óskað er eftir fundi eignaraðila Landsvirkjunar um ráðstöfun Laxárstöðva.
Lagt fram til kynningar.

Þóra Ákadóttir vék af fundi kl. 11.17.

6 Þórsstígur 4 - kauptilboð
2006010146
Lögð fram 2 kauptilboð í húseignina Þórsstíg 4, annað frá Höldi ehf. og hitt frá Fasteignafélagi Norðurlands ehf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Höld ehf. á grunni framlagðs kauptilboðs og umræðu á fundinum.


7 Melateigur 1-41 - skipulag
2006020090
Erindi dags. 21. febrúar 2006 frá Lex Nestor ehf. lögmannsstofu f.h. Hagsmunafélags húseigenda við Melateig 1-41 varðandi samkomulag um lyktir málsins.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.Fundi slitið.