Bæjarráð

6941. fundur 16. febrúar 2006
3044. fundur
16.02.2006 kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Húni II - styrkur
2004010120
Erindi dags. 20. janúar 2006 frá Þorsteini Péturssyni f.h. Hollvina Húna II og Þorsteini Arnórssyni f.h. Hollvina Iðnaðarsafnsins er varðar ósk um greiðslu á styrk vegna kaupanna á Húna II.
Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundinum hefur fjármögnun kaupanna gengið eftir. Skipinu hefur þegar verið afsalað til Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 er fjárveiting vegna kaupanna fjórar milljónir króna. Bæjarráð heimilar útgreiðslu styrkupphæðarinnar.


2 Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi - lóðamál
2006020033
Erindi dags. 7. febrúar 2006 frá Ásgeiri Magnússyni f.h. Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi um stöðu á lóðamálum hjá Akureyrarbæ. Ármann Jóhannesson sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir byggingarhæfi úthlutaðra lóða og lóðaframboði.
Lagt var fram minnisblað dags. 15. febrúar 2006 frá Jónasi Vigfússyni deildarstjóra framkvæmdadeildar og Pétri Bolla Jóhannessyni skipulags- og byggingafulltrúa.
Bæjarráð er þeirrar skoðunar að erindið sé að hluta á misskilningi byggt og bendir í því sambandi á eftirfarandi staðreyndir varðandi lóðaúthlutanir, fyrirhugaðar úthlutanir og stöðu byggingaframkvæmda í byrjun árs 2006:

Áætlun í aðalskipulagi 2005-2018 gerir ráð fyrir lóðaþörf að meðaltali 140 íbúðum á ári.
Á árunum 2001-2004 var úthlutað að meðaltali lóðum fyrir 160 íbúðir.
Á árinu 2004 var 95 lóðum úthlutað fyrir 300 íbúðir.
Á árinu 2005 var 130 lóðum úthlutað fyrir u.þ.b. 660 íbúðir.
Um síðustu áramót voru ekki hafnar framkvæmdir við 630 íbúðir sem búið er að úthluta og á
12 iðnaðarlóðum í Nesjahverfi fyrir u.þ.b. 19 þús. fermetra byggingarmagn.
Deiliskipulag fyrir 29 einbýlishús og eitt raðhús í Naustahverfi, reit 28 er á lokastigi og kemur til úthlutunar í ár.
Í undirbúningi er deiliskipulag á reit 1 í Naustahverfi austan golfvallar, með blandaðri byggð fyrir u.þ.b. 86 íbúðir. Stefnt er að svæðið verði til úthlutunar síðar á þessu ári og til afhendingar á því næsta.
Í Nesjahverfi (Krossaneshaga) verða tilbúnar á þessu ári til úthlutunar 10-12 iðnaðarlóðir.
Á svæði vestan Hörgárbrautar og norðan Síðubrautar er í undirbúningi deiliskipulag fyrir
9 iðnaðarlóðir fyrir u.þ.b. 20 þús. fermetra byggingarmagn á u.þ.b. 5.2 ha.

Einnig er á árinu 2006 gert ráð fyrir að hafin verið vinna við deiliskipulagningu 2. hluta Naustahverfis, en á þessu stigi er ekki hægt að segja til um fjölda íbúða eða stærð svæðis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.3 Mýrarvegur - umferðarmál
2004110040
Erindi dags. 7. febrúar 2006 frá eigendum íbúðanna að Holtateigi 2-4-6-8-10 varðandi aukinn umferðarþunga á Mýrarvegi. Leitað hefur verið leiða til úrbóta og er óskað eftir þátttöku bæjaryfirvalda í þeim kostnaði sem fylgir því að setja hljóðeinangrandi gler í alla glugga sem snúa að Mýrarvegi og í öðru lagi að reisa vegg á lóðamörkum íbúðanna.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að leggja tillögur til úrbóta fyrir framkvæmdaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Þegar hér var komið vék Ármann Jóhannesson af fundi.

4 Laxárstöðvar - ráðstöfun
2006020037
Erindi dags. 8. febrúar 2006 frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ráðstöfun Laxárstöðva til sameiginlegs smásölufyrirtækis. Bæjarstjóri upplýsti um mat bæjarlögmanns eftir skoðun málsins.
Bæjarráð er þeirrar skoðunar að heimild stjórnar Landsvirkjunar til ráðstöfunar Laxárstöðvar til hins sameiginlega smásölufyrirtækis sé ótvíræð. Þá er bæjarráð einnig þeirrar skoðunar, að ekkert komi fram í greinargerð borgarstjórnar Reykjavíkur með erindinu, sem gefi tilefni til að þessi ákvörðun stjórnarinnar sé borin sérstaklega undir eigendur fyrirtækisins.
Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnardóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.5 Þórsstígur 4 - kauptilboð
2006010146
4. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 10. febrúar 2006:
Tekið var fyrir kauptilboð í Þórsstíg 4.
Stjórnin hafnar fram komnu kauptilboði en leggur til að Akureyrarbær taki upp viðræður við tilboðsgjafa. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að taka upp viðræður við Höld ehf. um kaup fyrirtækisins á húseignum Akureyrarbæjar að Þórsstíg 4.


6 Þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2007-2009.
Bæjarráð vísar áætluninni til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.Fundi slitið.