Bæjarráð

6914. fundur 09. febrúar 2006

3043. fundur
09.02.2006 kl. 9:00: - 11:37
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Vinnureglur um lóðaveitingar hjá Akureyrarbæ
2006010154
10. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. janúar 2006:
Umhverfisráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á vinnureglum um lóðaúthlutanir fyrir sitt leyti og vísar tillögunum til bæjarráðs til afgreiðslu.
Guðmundur Jóhannsson formaður umhverfisráðs, Jón Ingi Cæsarsson nefndarmaður í umhverfisráði og Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir tillögurnar.
Afgreiðslu frestað.


2 Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 - endurskoðun 2005-2018
2005110030
Skipulags- og byggingafulltrúi kynnti drög að auglýsingu vegna miðbæjarskipulags.


Þegar hér var komið viku Guðmundur Jóhannsson, Jón Ingi Cæsarsson, Pétur Bolli Jóhannesson og Ármann Jóhannesson af fundi.

3 Glerárskóli - leiksvæði
2004030010
Erindi dags 20. janúar 2006 frá Óskari Inga Sigurðssyni f.h. stjórnar Foreldrafélags Glerárskóla þar sem stjórn félagsins fer þess á leit við bæjaryfirvöld að koma upp viðunandi lýsingu á leiksvæði norðan og austan við skólann og að þörf sé á nýjum leiktækjum sem hæfa aldri og þroska grunnskólabarna á lóð skólans. Einnig vill stjórnin koma á framfæri óskum foreldra í hverfinu um að fá upphitaðan sparkvöll við skólann.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.


4 Íþróttafélagið Þór - ályktun félagsfundar
2003050053
Erindi ódags. frá Rúnari Sigtryggssyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem skorað er á bæjarstjórn Akureyrar að skoða með jákvæðum hætti hugmyndir sem kynntar hafa verið að uppbyggingu
íþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs og að tekin verði afstaða til ályktunar aðalfundar Þórs 30. apríl 2003.
Bæjarráð þakkar aðalfundi Þórs móttekið erindi og vísar því til umræðu í þeirri vinnu sem bæjarráð setti af stað sbr. 7. lið í fundargerð bæjarráðs 26. janúar sl.


5 Niðurgreiðslur til foreldra vegna daggæslu í heimahúsum
2006010072
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. febrúar 2006.
Skólanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að 5. lið Reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að hann hljóði svo:
"Upphæð niðurgreiðslu miðast við þann vistunartíma sem foreldrar kaupa í daggæslu, að hámarki 8 tíma daglega. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er
kr. 3.500 fyrir dvalarstund á mánuði eða að jafnaði kr. 161 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 28.000 og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í námi kr. 4.350 fyrir dvalarstund á mánuði eða að jafnaði kr. 200 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 34.800."
Reiknað er með því að kostnaður vegna breytingarinnar verði kr. 8.370.000 umfram fjárhagsáætlun á þessu ári.
Lagt er til að þessi breyting gildi frá og með 1. mars nk.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar og vísar fjármögnun gjaldskrárbreytinganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


6 Húsaleigubætur - kæra
2005070035
Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu þar sem nefndin staðfestir ákvörðun bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.


7 Þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2007-2009.8 Álver á Norðurlandi
2005040115
Bæjarfulltrúi Sigrún Björk Jakobsdóttir lagði fram tillögu að bókun, svohljóðandi:
"Bæjarráð Akureyrar leggur áherslu á að sameiginlegri aðgerðaráætlun um nýtt álver á Norðurlandi, sem undirrituð var á Akureyri í júní 2005, verði fylgt. Þar ákváðu þrjú sveitarfélög að vinna saman að undirbúningi staðarvals og að fengnum niðurstöðum þar að lútandi myndi endanlegt val um staðsetningu vera á hendi fjárfesta.
Í samkomulaginu kom fram að sveitarfélögin myndu virða þá ákvörðun.
Bæjarráð áréttar einnig, að með tilliti til byggðasjónarmiða þá sé Norðurland tvímælalaust hentugasti staðurinn fyrir nýtt álver hér á landi."
Bæjarráð samþykkir bókunina með 4 atkvæðum gegn 1.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað:
"Ég greiði atkvæði gegn þessari bókun. Ljóst er að núverandi álversuppbygging og framtíðarhugmyndir þar um eru komnar úr böndum.
Ég er ósammála öllum hugmyndum um frekari framkvæmdir og áætlanir á þessu sviði að sinni, bæði af umhverfis- og efnahagsástæðum.
Ég ítreka andstöðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs við allar hugmyndir um álver á Norðurlandi."
Fundi slitið.