Bæjarráð

6862. fundur 02. febrúar 2006
3042. fundur
02.02.2006 kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2005-2006
2004120085
Lögð fram skýrsla dags. 13. janúar 2006 frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um úthlutanir styrkja úr Akureyrarsjóði árið 2005.
Lagt fram til kynningar.


2 Gjaldskrá vegna leigu húsnæðis til gistihópa í grunnskólum bæjarins
2005120039
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 19. desember 2005 og 5. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 24. janúar 2006.
Skólanefnd og íþrótta- og tómstundaráð samþykkja fyrir sitt leyti framlögð drög að gjaldskrá vegna útleigu skólahúsnæðis og/eða íþróttamannvirkja.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrána.


3 Gjaldskrár menningarstofnana
2004120007
2. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 26. janúar 2006.
Lögð var fyrir tillaga að gjaldskrám menningarstofnana fyrir árið 2006.
Menningarmálanefnd samþykkir framlagðar gjaldskrár fyrir Amtsbókasafnið, Sigurhæðir, Davíðshús, gestaíbúð í Hrísey og Listamiðstöðina í Listagili.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrárnar.


4 Álagning gjalda árið 2006 - fasteignagjöld
2006010052
Á fundi bæjarráðs þann 26. janúar sl. fól bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanni að leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar formlegar reglur um afslætti sem heimilaðir eru, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður lögðu fram drög að "Reglum um fastan afslátt og tekjutengdan viðbótarafslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ árið 2006."
Bæjarráð staðfestir afsláttarreglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.5 Þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2007-2009.6 Samþykktir LN og heimildir til launaviðbóta við gildandi kjarasamninga
2006010151
Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 28. janúar 2006 ásamt samþykkt LN vegna stéttarfélaga sem samið hafa um starfsmat við nefndina. Starfsmannastjóri Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær nýti sér þær heimildir sem samþykktar voru af Launanefnd sveitarfélaga þann 28. janúar sl. til tímabundinna viðbótargreiðslna umfram gildandi kjarasamninga við stéttarfélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. Heimildin gildir frá
1. janúar 2006 til loka samningstíma kjarasamnings hvers félags.
Fundi slitið.