Bæjarráð

6840. fundur 26. janúar 2006
3041. fundur
26.01.2006 kl. 9:00: - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Rótaryklúbbur Akureyrar - áningarstaður
2006010067
Erindi dags. 16. desember 2005 frá Halldóri Jóhannssyni f.h. Rótaryklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir samþykki fyrir framkvæmdum og gerð formlegs umráðaréttarsamnings um áningarstað í landi Rótary að Botni í Eyjafjarðarsveit.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdirnar fyrir sitt leyti og að gerður verði umráðaréttarsamningur um áningarstaðinn.


2 Hafnasamlag Norðurlands - sameining hafnanna við Eyjafjörð
2006010108
Erindi dags. 20. janúar 2006 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands bs. varðandi sameiningu hafnanna við Eyjafjörð. Meirihluti stjórnar Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir afstöðu sameigenda HN um þetta mál.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að stjórnir Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasamlags Eyjafjarðar taki upp viðræður um hugsanlega sameiningu.


3 Reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð
2005110082
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. janúar 2006:
Rædd tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


4 Afskriftir krafna
2005040076
9. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. janúar 2006:
Lögð fram tillaga um afskriftir skulda að upphæð kr. 1.631.529.
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afskriftalistann.5 Álagning gjalda árið 2006 - fasteignagjöld
2006010052
Á fundi sínum 24. janúar 2006 veitti bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild á tillögum að afslætti á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
1) Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili á Akureyri er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar ár hvert.
2) Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur á Akureyri sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára á árinu eða eldri eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2006.
3) Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði
2. gr.
4) Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. gr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.
5) Einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin íbúð á öldrunarstofnun en eiga áfram íbúð, sem ekki er leigð út eða nýtt af öðrum.
6) Afsláttur af fasteignaskatti er allt að kr. 30.000. Jafnframt verði tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum gefinn kostur á að sækja um viðbótarafslátt til greiðslu fasteignaskatts skv. nánari reglum sem settar verða síðar og auglýstar.
7) Afsláttur til ellilífeyrisþega skal reiknast við álagningu og birtur á álagningarseðli. Örokulífeyrisþegar skulu sækja um afslátt af fasteignaskatti á eyðublöðum sem liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð. Eyðublöðin má einnig nálgast á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is. Með umsókn skal skila afriti af örorkuskírteini.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanni að leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar formlegar reglur um framangreinda afslætti, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.


6 Þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2007-2009 sem bæjarstjórn 24. janúar sl. vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.7 Íþróttafélagið Þór - tillögur að breyttu skipulagi
2006010126
Erindi dagsett 25. janúar 2006 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórn Akureyrar vegna tillagna að breyttu skipulagi á félagssvæði Þórs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni íþrótta- og tómstundaráðs að eiga viðræður við bréfritara.


8 Önnur mál
Rætt var um þungaflutninga í og við íbúðahverfi á Akureyri.
Fundi slitið.