Bæjarráð

6775. fundur 12. janúar 2005
3039. fundur
12.01.2006 kl. 09:00 - 10:28
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Launamálaráðstefna - 2006
2006010039
Lagt fram bréf dags. 3. janúar 2006 frá Launanefnd sveitarfélaga þar sem boðað er til launamálaráðstefnu í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, föstudaginn 20. janúar nk.
kl. 13:00.
Starfsmannastjóri Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
Lögð var fram ályktun Félags leikskólakennara, 6. deild, dags. 5. janúar 2006. Einnig lagt fram erindi frá formanni Einingar-Iðju dags. 9. janúar 2006 varðandi viðbrögð við nýgerðum kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæðisrétt Akureyrarbæjar á ráðstefnunni.


2 Eflingarsamningar - umsóknir 2006
2006010053
Lögð fram umsókn frá Hljóðkerfa- og ljósaleigu Akureyrar ehf., kt. 520405-0380, um eflingarsamning.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá eflingarsamningi við félagið.


3 Álagning gjalda árið 2006 - fasteignagjöld
2006010052
Unnið að gerð reglna um fasteignagjöld ársins 2006.
Afgreiðslu frestað.


4 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - styrkbeiðni
2005120040
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 15. desember 2005:
Erindi dags. 7. desember 2005 frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki verkefnið "Stafrænt þjóðbókasafn - myndun dagblaða".
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og amtsbókaverði dags. 10. janúar 2006, en bæjarráð óskaði eftir áliti þeirra á verkefninu og hugsanlegri fjármögnun þess.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við Landsbókasafnið á grundvelli minnisblaðs sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og amtsbókavarðar.


5 Störf erlendra starfsmanna
2005120015
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 15. desember 2005:
Erindi dags. 2. desember 2005 frá Einingu-Iðju og Félagi byggingamanna Eyjafirði varðandi störf erlendra starfsmanna við framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns, sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. janúar 2006, en bæjarráð hafði falið þeim að eiga viðræður við bréfritara og leggja hugmyndir að viðbrögðum Akureyrarbæjar fyrir bæjarráð.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til samstarfs við verkalýðsfélögin á grundvelli gildandi samþykkta og starfsreglna Akureyrarbæjar í viðleitni þeirra við að koma í veg fyrir óæskilega þróun vegna starfa erlendra starfsmanna á vegum starfsmannaleiga við framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar.Fundi slitið.