Bæjarráð

6755. fundur 05. janúar 2006
3038. fundur
05.01.2006 kl. 09:00 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Kristján Þór Júlíusson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.
1 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2006
2005120088
Erindi dags. 22. desember 2005 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs 2006.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar.


2 Zontaklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni
2004040004
Erindi dags. 19. desember 2005 frá Brynhildi Pétursdóttur f.h. Zontaklúbbs Akureyrar þar sem óskað eftir stuðningi bæjarstjórnar Akureyrar við undirbúningsvinnu vegna uppsetningar á íslensku barnaleikriti sem byggt verður á sögunum um Nonna og Manna.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.


3 Norðlenska matborðið ehf.
2005120091
Erindi dags. 23. desember 2005 frá Sigmundi E. Ófeigssyni f.h. Norðlenska ehf. varðandi hækkun á hlutafé félagsins sem samþykkt var á stjórnarfundi 21. desember sl. Hluthafar hafa rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum samkvæmt 24. gr. einkahlutafélagalaga nr. 138/1994. Frestur til að skrifa sig fyrir nýjum hlut í félaginu stendur til 24. febrúar 2006.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær nýti ekki forkaupsrétt sinn að nýju hlutafé.


4 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2005
2005060079
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-nóvember 2005.
Lagt fram til kynningar.


5 Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði - breyting
2001060016
Lagt fram afrit af bréfi forseta bæjarstjórnar dags. 3. janúar 2006 varðandi breytingu á setu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Þar kemur fram að með yfirlýsingu Oktavíu Jóhannesdóttur
29. desember 2005 að hún væri gengin til liðs við D-lista Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn, hafi S-listi Samfylkingar misst eina bæjarfulltrúa sinn í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar. Því er ekki lengur fyrir hendi réttur framboðslistans til að tilnefna áheyrnarfulltrúa í bæjarráð.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.