Bæjarráð

7198. fundur 27. apríl 2006
3053. fundur
27.04.2006 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Þekkingarvörður ehf. og KEA
2006030133
Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri Þekkingarvarðar ehf., Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Benedikt Sigurðarson stjórnarformaður KEA mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fulltrúar HA og Þekkingarvarðar ehf. kynntu m.a. áform um byggingu vísindagarða og stofnun Orkuháskóla á Akureyri og ræddu hugsanlega aðkomu Akureyrarbæjar að verkefninu. Að því búnu viku þeir af fundi.
Þá kynntu fulltrúar KEA hugmyndir sínar um mögulega sameiginlega aðkomu félagsins og Akureyrarbæjar að ofangreindum verkefnum. Einnig var rætt um önnur verkefni og mögulegt samstarf.
Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs í samvinnu við KEA og HA falið að vinna drög að sameiginlegri samstarfsyfirlýsingu þessara aðila.


2 Akureyrarflugvöllur - lenging flugbrautar
2005060014
Lögð fram skýrsla Njáls Trausta Friðbertssonar hjá NT Ráðgjöf "Lenging Akureyrarflugvallar - mat á samfélagslegum og hagrænum áhrifum" sem unnin var fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við samgönguráðherra um lengingu flugbrautar Akureyrarflugvallar og að verkefnið verði sett á samgönguáætlun.


3 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2006
2006040053
Erindi móttekið 12. apríl 2006 frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 2. maí nk. á Stássinu/Greifanum kl. 13:30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


4 Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur 2006
2006040059
Erindi dags. 11. apríl 2006 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 11. maí nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri að Skipagötu 14, 4. hæð kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


5 Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2006
2006040062
Erindi dags. 11. apríl 2006 frá Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra þar sem boðað er til aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri 2006, fimmtudaginn 27. apríl nk. kl. 20:00 í sal Zontaklúbbs Akureyrar að Aðastræti 54.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
Fulltrúum í menningarmálanefnd og bæjarfulltrúum er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn.6 Fiskeldi Eyjafjarðar - aðalfundur 2006
2006040066
Aðalfundur Fiskeldis Eyjafjarðar hf. verður haldinn föstudaginn 5. maí nk. kl. 13:00 í matsal Brims hf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


7 Norðlenska matborðið ehf. - aðalfundur 2006
2006040092
Boðað er til aðalfundar Norðlenska matborðsins ehf., sem haldinn verður fimmtudaginn 4. maí nk. kl 10:00 á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri.
Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


8 Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2005
2006040080
Ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2005.
Lagt fram til kynningar.


9 Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda
2006040018
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 11. apríl 2006.
Lagðar voru fram úthlutunarreglur um niðurgreiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarreglur sem miða að því að greiða niður þátttöku barna fæddra 1995 til og með 2000 í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi að upphæð
kr. 10.000 pr. barn á árinu 2006.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég fagna því að við tökum upp þessar niðurgreiðslur, en lít á þetta bara sem fyrsta skref. Niðurgreiðslur þessar aukist á næstu misserum."10 Íþróttahús við Giljaskóla
2004030031
1. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 31. mars 2006.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Á framkvæmdaáætlun er fjárveiting til byggingar "fimleikahúss". Fram var lögð fundargerð 8. fundar verkefnisliðs "fimleikahúss" ásamt fylgigögum m.a. frumkostnaðaráætlunum vegna:
1. Viðbyggingar fimleikasalar við íþróttahús Glerárskóla.
2. Byggingar íþróttahúss við Giljaskóla, sem þjóna mundi íþróttakennslu við skólann ásamt félagsaðstöðu.
3. Byggingu íþróttahúss og fimleikasalar við Giljaskóla.
Tillaga verkefnisliðsins er að fimleikasalur verði byggður við íþróttahús Glerárskóla.
Bæjarráð telur að fara þurfi enn frekar yfir þá valkosti sem fyrir liggja áður en endanleg ákvörðun er tekin. Bæjarráð tilnefndir bæjarráðsmanninn Þórarinn B. Jónsson í vinnuhóp sem vinni frekar úr þeim hugmyndum sem fram hafa komið í samvinnu við Fasteignir Akureyrarbæjar. Óskað er eftir því við Fimleikafélag Akureyrar og Foreldrafélag Giljaskóla að félögin tilnefni sinn fulltrúann hvort í vinnuhópinn.


11 Vinabæjamót/Nordisk kontaktmannamöte í Västerås - 2006
2006030110
Erindi dags. 21. mars 2006 frá forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra í Västerås þar sem 2 bæjarfulltrúum er boðið á tenglamót (Kontaktmannamöte) í Västerås dagana 29. júní til 1. júlí 2006.
Lagt fram til kynningar. Bréfriturum verði tilkynnt að ekki verði unnt að staðfesta þátttöku fulltrúa Akureyrarbæjar fyrr en að afloknum sveitarstjórnarkosningum.


12 Mælingar á loftgæðum
2004110071
Lögð fram bókun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá fundi dags. 10. apríl sl. varðandi svifryk á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.


13 Landsvirkjun - lántaka hjá NIB
2006040057
Erindi dagsett 12. apríl 2006, frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir samþykki Akureyrarbæjar vegna lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB).
Með vísan til 1. og 14. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42 frá 23. mars 1983 leggur bæjarráð til að bæjarstjórn samþykki lántökuna.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.14 Sveitarstjórnarkosningar 27. maí 2006
2006030068
Lagt fram erindi dags. 21. apríl 2006 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 27. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að kjörstaður verði í Oddeyrarskóla og að Akureyrarkaupstað verði skipt í 10 kjördeildir, níu á Akureyri og ein í Hrísey, að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey. Í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum í Hrísey.
Talning atkvæða mun fara fram í íþróttahúsi Oddeyrarskóla og mun talningin hefjast upp úr klukkan 18:00.
Þá hefur kjörstjórnin á Akureyri ennfremur ákveðið að leggja til, að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey.
Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreind tillaga verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar.Fundi slitið.