Bæjarráð

6815. fundur 19. janúar 2006
3040. fundur
19.01.2006 kl. 09:00 - 12:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Álver á Norðurlandi
2005040115
Ásgeir Magnússon fulltrúi Akureyrarbæjar í samráðsnefnd mætti á fund bæjarráðs til viðræðna um stöðu mála.


Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 10.00 og varamaður Kristján Þór Júlíusson tók sæti.

2 Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2006
2006010064
Erindi dags. 10. janúar 2006 frá sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar og sóknarnefnd Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til bæjarráðs.
Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir styrkveitingu að upphæð
kr. 600.000 til hvorrar sóknar.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um hækkun styrksins.3 Álagning gjalda árið 2006 - fasteignagjöld
2006010052
Gerð er tillaga um að á árinu 2006 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:

a) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,26% af fasteignamati húsa og lóða.
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði
0,44% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verði 1,55% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna atvinnuhúsnæðis.
f) Vatnsgjald verði 0,13% af fasteignamati íbúðarhúsa og lóða.
g) Vatnsgjald verði 0,16% af fasteignamati annarra húsa og lóða en íbúðarhúsnæðis.
h) Holræsagjald verði 0,17% af fasteignamati húsa og lóða.

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2006 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
Gerð er tillaga um að bæjarstjórn veiti bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á tillögum um afslætti á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega.

Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


4 Vaxtarræktin Akureyri - umsókn um lóðarveitingu
2006010084
Erindi dags. 12. janúar 2006 frá Sigurði Gestssyni f.h. Vaxtaræktarinnar ehf. varðandi umsókn um lóðarveitingu fyrir heilsuræktarmiðstöð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara.


5 Ómar Þ. Ragnarsson - styrkbeiðni
2006010083
Tölvupóstur dags. 16. janúar 2006 frá Ómari Þ. Ragnarssyni þar sem óskað er eftir því að bæjarfélagið styrki kaup á kornmyllu sem fyrirhugað er að gefa til þorpsins El Kere í Eþíópíu.
Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnaður greiðist af gjaldliðnum "Styrkveitingar bæjarráðs".
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.6 Þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2007-2009.
Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


7 Önnur mál
a) Rætt var um fréttaflutning af mögulegri uppbyggingu á félagssvæði Þórs.
b) Rætt um samskipti hverfisnefnda og bæjarráðs.
Fundi slitið.