Bæjarráð

6708. fundur 15. desember 2005
3037. fundur
15.12.2005 kl. 09:00 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri - tilnefning fulltrúa 2005
2005120020
Erindi dags. 5. desember 2005 frá Norræna félaginu þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar að hún tilnefni fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri.
Bæjarráð tilnefnir Þórgný Dýrfjörð sem fulltrúa Akureyrarbæjar.


2 Störf erlendra starfsmanna
2005120015
Erindi dags. 2. desember 2005 frá Einingu-Iðju og Félagi byggingamanna Eyjafirði varðandi störf erlendra starfsmanna við framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni, sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar að eiga viðræður við bréfritara og leggja hugmyndir að viðbrögðum Akureyrarbæjar fyrir bæjarráð.


3 Tækifæri hf. - hluthafafundur 2005
2005120031
Erindi dags. 5. desember 2005 frá framkvæmdastjóra Tækifæris hf. þar sem boðað var til hluthafafundar félagsins 14. desember 2005 í húsakynnum Íslenskra verðbréfa hf. að Strandgötu 3, Akureyri.
Að venju fór bæjarstjóri með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4 Greið leið ehf. - aukafundur 2005
2005120049
Erindi dags. 12. desember 2005 frá stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf. þar sem boðað er til aukafundar félagsins þriðjudaginn 20. desember nk. að Strandgötu 29, Akureyri og hefst
hann kl. 15:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


5 Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2005/2006 - úthlutun
2005060085
Lögð fram tillaga að úthlutun byggðakvóta á báta í Hrísey.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Sjávarútvegsráðuneytinu til staðfestingar.


6 Afskriftir krafna 2005
2005040076
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu um afskriftir 49 krafna samtals að upphæð
kr. 1.955.823.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


7 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - styrkbeiðni
2005120040
Erindi dags. 7. desember 2005 frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki verkefnið "Stafrænt þjóðbókasafn - myndun dagblaða". Óskað er eftir því að kynna verkefnið fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð óskar eftir áliti sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og amtsbókavarðar á verkefninu og hugsanlegri fjármögnun þess.
Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið.