Bæjarráð

6688. fundur 08. desember 2005
3036. fundur
08.12.2005 kl. 09:00 - 12:28
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kjaramál
2005040109
Yfirvinnunefnd upplýsti um stöðu mála.
Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi og fulltrúi í yfirvinnunefnd, starfsmannastjóri Halla Margrét Tryggvadóttir og jafnréttisráðgjafi Katrín Björg Ríkarðsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Halla Margrét Tryggvadóttur og Katrín Björg Ríkarðsdóttir viku af fundi.

2 Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 - endurskoðun 2005-2018
2005110030
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 2. desember 2005:
Lögð var fram tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Umhverfisráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Haraldar S. Helgasonar að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst, sbr. 17. og
18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997.
Guðmundur Jóhannsson formaður umhverfisráðs og Árni Ólafsson arkitekt mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu tillöguna.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Þegar hér var komið viku Guðmundur Jóhannsson, Árni Ólafsson og Gerður Jónsdóttir af fundi.

3 Fjárhagsáætlun 2006 - gjaldskrár
2005060096
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 28. nóvember 2005:
Deildarstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrám fyrir leikskóla og grunnskóla sem taki gildi 1. janúar 2006.
Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrám, sem gildi frá 1. janúar 2006.
Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Ég legg til að niðurgreiðla til einstæðra foreldra og námsmanna vegna daggæslu í heimahúsum verði aukin þannig að kostnaður foreldra verði sá sami og vegna vistunar barna þessara hópa á leikskólum."
Tillaga Valgerðar var borin upp og felld með 3 atkvæðum gegn 1.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún styður tillögu Valgerðar.

Bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson lagði fram bókun svohljóðandi:
"Akureyrarbær greiðir niður gjöld vegna daggæslu í heimahúsum sem nemur 2.500 kr. fyrir dvalarstund á mánuði eða að jafnaði kr. 115 fyrir hverja keypta klukkustund.
Niðurgreitt er með eftirfarandi hætti:
Fyrir börn einstæðra foreldra og foreldra þar sem báðir aðilar eru í fullu námi sem varir í 2 ár eða lengur hefst niðurgreiðsla um mánarmót eftir 6 mánaða aldur barns.
Fyrir öll önnur börn hefst niðurgreiðsla um mánaðarmót eftir eins árs aldur barns og um mánaðarmót eftir 9 mánaða aldur barns frá og með 1. janúar 2006.
Systkinaafsláttur er samtengdur milli daggæslu, leikskóla og/eða skólavistunar.
Greitt er fullt gjald fyrir yngsta barn.
Annað barn 30% afsláttur.
Þriðja barn 60% afsláttur.
Fjórða barn 100% afsláttur."

Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár, sbr. samþykkt í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar
22. nóvember 2005.4 Fjárhagsáætlun 2006 - gjaldskrár
2005060096
6. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 29. nóvember 2005:
Meirihluti íþrótta- og tómstundaráðs samþykkir framlagðar gjaldskrárbreytingar fyrir starfsárið 2006
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár, sbr. samþykkt í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar
22. nóvember 2005.5 Fjárhagsáætlun 2006 - gjaldskrár
2005120014
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 5. desember 2005:
Lagðar fram tillögur að breytingum á gjaldskrám.
Félagsmálaráð samþykkir að útseldur matur frá Hlíð hækki úr 430 kr. í 460 kr. pr. máltíð. Jafnframt samþykkir félagsmálaráð að útseldur matur í heimaþjónustu hækki úr 550 kr. í 580 kr. Gjaldskrá heimaþjónustu er tengd grunnlífeyri TR og hækkar því um 1. febrúar nk. þegar ákvörðun TR um hækkun hans liggur fyrir. Gjaldskrá í félagsstarfi eldri borgara verður óbreytt fram á haust 2006. Matur í Víðilundi verði seldur á óbreyttu verði þ.e. 530 kr.
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár, sbr. samþykkt í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar
22. nóvember 2005.6 Rekstur framkvæmdadeildar 2005
2004090001
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 2. desember 2005:
Lagt var fram yfirlit yfir rekstur deildarinnar 2005. Deildarstjóri skýrði frávik frá áætlun.
Framkvæmdaráð vísar framkomnum upplýsingum til bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.


7 Norðurorka - gjaldskrár
2005110102
Kalt vatn - gjaldskrá. Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 1. desember sl.
Lagt fram minnisblað dags. 7. desember 2005 frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra gerð samkomulags um málið við Norðurorku hf. og að leggja það fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Bæjarfulltrúi Valgerður H. Bjarnadóttir og bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttur viku af fundi þegar hér var komið.


8 Leikskólinn Hólmasól - samningur
2004040011
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hólmasólar.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarfulltrúi Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 12.00.

9 Háskólar - samanburður 2003-2004
2005120012
Lögð fram niðurstaða á samanburði á íslenskum háskólum 2003-2004.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur margsinnis á undanförnum árum ályktað um mikilvægi Háskólans á Akureyri fyrir þróun og eflingu bæjarfélagsins. Tilvist og viðgangur skólans skiptir afar miklu fyrir þróun og viðgang alls samfélagsins við Eyjafjörð, Norðurland allt og fyrir menntunarmöguleika fólks á landsbyggðinni almennt. Í ljósi niðurstaðna ofangreinds samanburðar Ríkisendurskoðunar ítrekar bæjarráð fyrri yfirlýsingar og ábendingar um mikilvægi skólans. Skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja að Háskólinn á Akureyri beri ekki skarðan hlut frá borði í fjárveitingum svo hann geti staðið undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir nú þegar og þeim væntingum sem til hans eru gerðar í framtíðinni.Fundi slitið.