Bæjarráð

6662. fundur 01. desember 2005
3035. fundur
01.12.2005 kl. 09:00 - 11:22
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Norðurorka
2005110102
a) Kalt vatn - gjaldskrá.
b) Hitaveita á Grenivík - kynning á stöðu mála.
Franz Árnason forstjóri Norðrorku og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mættu á fundinn undir þessum lið.
a) Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanni að taka saman minnisblað um málið fyrir næsta fund bæjarráðs.


2 Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2006
2005110062
Erindi dags. 21. nóvember 2005 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins árið 2006 þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að styðja verkefnið á sömu nótum og árið 2005 og felur Sigríði Stefánsdóttur deildarstjóra markaðs- og kynningarmála að svara bréfritara.


3 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2005-2006
2005110083
Erindi dags. 20. nóvember 2005 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2005 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Ársreikningur 2004-2005 lagður fram á fundinum til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sjóðinn með kr. 500.000 á árinu 2006. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.


4 Réttarhvammur 1 - gatnagerðargjöld
2005110076
Erindi dags. 23. nóvember 2005 frá Óskari Óskarssyni f.h. Gúmmívinnslunnar hf. þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann endurskoði álagt gatnagerðargjald vegna tjaldskýlis sem reist hefur verið að Réttarhvammi 1 á Akureyri. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 28. nóvember 2005.
Meirihluti bæjarráð telur ekki uppi forsendur til að breyta álagningu umræddra gjalda, sem lögð eru á í samræmi við gildandi gjaldskrá.


5 Kjaramál
2005040109
Rætt um erindi varðandi kjaramál sem send hafa verið einstökum bæjarfulltrúum.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið.