Bæjarráð

6636. fundur 24. nóvember 2005
3034. fundur
24.11.2005 kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sorpeyðing Eyjafjarðar - tillögur
2004120006
Erindi dags. 12. maí 2005 frá framkvæmdastjóra Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til tillagna um breytingar á stofnsamningi og stefnumótun fyrir byggðasamlagið.
Bæjarráð lýsir sig samþykkt fyrirliggjandi tillögum að breytingum á stofnsamningi byggðasamlagsins. Bæjarráð er þeirrar skoðunar að ekki sé tímabært að fela byggðasamlaginu rekstur gámasvæða eða almennrar sorphirðu.

Þegar hér var komið mætti Sigrún Björk Jakobsdóttir á fundinn kl. 09.30.

2 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2005
2005060079
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-október 2005.
Lagt fram til kynningar.


3 Sjúkraflutningar - samningur við heilbrigðisráðneytið
2003120043
Lagður fram samniningur um sjúkraflutninga á svæði Slökkviliðs Akureyrar sem undirritaður hefur verið með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

Þegar hér var komið mætti Inga þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður á fundinn kl. 09.55.

4 Viðtalstímar bæjarfulltrúa
2005100004
4. liður í fundargerð frá viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 21. nóvember 2005. Fundargerðinni fylgdi erindi undirritað af 27 starfsmönum Akureyrarbæjar. Í erindinu eru sett fram sjónarmið og spurningar vegna breytinga á launakjörum starfsmannanna að undanförnu.
Starfsmannastjóri Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
Unnið er að mati á heildaráhrifum samþykktar bæjarstjórnar frá 18. janúar 2005 sem fjallar m.a. um innleiðingu nýs fyrirkomulags á yfirvinnu hjá Akureyrarbæ. Þess er vænst að niðurstöður verði lagðar fyrir bæjarráð í byrjun desember. Bæjarstjóra er falið að svara þeim beinu spurningum sem fram koma í erindinu.


5 Blómsturvellir/Pétursborg - landamerki
2004120088
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. nóvember 2005:
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfismála um landamerki Blómsturvalla og Pétursborgar.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur þær sem fram koma í minnisblaðinu og á uppdrætti og felur framkvæmdadeild frágang málsins í samráði við bæjarlögmann.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.


6 Dómsmál
a) Skipulags- og byggingafulltrúi - Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra - nr. E-307/2005.
b) Holtateigur - mál nr. 415/2005 í Hæstarétti.
a) Í samræmi við fyrri umræður í bæjarráði var samþykkt að una niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra.
b) Bæjarlögmaður upplýsti að Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. hefði áfrýjað dómi Héraðsdóms frá 20. júní 2005 til Hæstaréttar.7 Akureyri í öndvegi - miðbæjarskipulag
2005060024
Bæjarstjóri fór yfir tillögur stýrihóps að nýju miðbæjarskipulagi.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Mér líst mjög vel á tillögur stýrihóps að mjög mörgu leyti.
Ég er ekki sammála henni í öllum atriðum, en það mun koma fram á síðari stigum málsins."
Fundi slitið.