Bæjarráð

6512. fundur 27. október 2005
3031. fundur
27.10.2005 kl. 09:00 - 12:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar - launamál
2005100048
Erindi dags. 17. október 2005 frá 47 starfsmönnum Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar þar sem þeir lýsa yfir vanþóknun á launastefnu bæjarstjórnar Akureyrar. Þess er krafist að bæjarstjórn taki til alvarlegrar endurskoðunar ákvörðun sína varðandi vinnutíma og launagreiðslur til starfsmanna.
Bæjarráð vísar erindinu til yfirvinnunefndar.


2 Ráðhús Akureyrarbæjar- starfsmat
2005100053
Erindi dags. 19. október 2005 frá 26 starfsmönnum Ráðhúss Akureyrarbæjar sem eru félagsmenn í Kili, þar sem þeir lýsa yfir mikilli óánægju með niðurstöður starfsmatsins.
Bæjarráð bendir bréfriturum á að hugsanlegar leiðréttingar á niðurstöðum starfsmats verði að fara eftir þeim áfrýjunarleiðum sem kjarasamningur kveður á um og nýlega hafa verið framlengdar.


3 Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2005/2006
2005060085
Lögð fram tillaga að reglum um skiptingu úthlutunar á byggðakvóta Akureyrarkaupstaðar fiskveiðiárið 2005/2006.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að reglur um skiptingu á úthlutuðum byggðakvóta til Hríseyjar á fiskveiðiárinu 2005/2006 verði þær sömu og giltu við úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2004/2005 með þeirri viðbót að í 8. grein komi setningin: Heimilt er að skipta út tegundum, en úthlutaður byggðakvóti skal alltaf vera sá sami í þorskígildum.

Valgerður H. Bjarnadóttir og Hermann Jón Tómasson óska eftirfarandi bókað:
"Við teljum að bæjarráð eigi að óska eftir fresti frá Sjávarútvegsráðuneyti til að afgreiða þetta mál og nota þann frest til að reyna að samræma sjónarmið samráðsnefndar í Hrísey og bæjarráðs."


4 Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra nr. E-307/2005
2005050003
Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra nr. E-307/2005 í máli Bjarna Reykjalín gegn Akureyrarkaupstað. Bæjarlögmaður gerði grein fyrir niðurstöðu dómsins.


Þegar hér var komið viku bæjarlögmaður og starfsmannastjóri af fundi.


5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006
2005050085
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.


Bæjarstjóri vék af fundi kl. 11.35 og Sigrún Björk Jakobsdóttir kl. 11.40.


Fundi slitið.