Bæjarráð

6480. fundur 20. október 2005
3030. fundur
20.10.2005 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Félagslegar íbúðir - leiguleyfi 2005
2005010053
Lögð fram beiðni um endurskoðun á afgreiðslu húsnæðisfulltrúa Akureyrarbæjar á leiguleyfi fyrir félagslega íbúð.
Bæjarráð samþykkir leiguleyfi til 1. júní 2006. Leigufjárhæð verði í samræmi við gildandi lög og reglur.


2 Húni II - styrkbeiðni
2004010120
Erindi dags. 10. október 2005 frá Þorsteini Péturssyni f.h. Hollvina Húna II, þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar að upphæð 4 milljónir króna til kaupa á eikarskipinu Húna II til Akureyrar.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.


3 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 2005
2005100029
Erindi dags. 12. október 2005 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem tilkynnt er um vetrarfund Héraðsnefndar Eyjafjarðar 2005 sem haldinn verður miðvikudaginn 30. nóvember nk. Fram kemur í erindinu að óski sveitarfélög eða héraðsnefndarmenn eftir að fá mál tekin fyrir á dagskrá vetrarfundarins þarf að tilkynna það til framkvæmdastjóra í síðasta lagi miðvikudaginn 11. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.


4 Leikfélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2004-2005
2005100032
Lagður fram ársreikningur Leikfélags Akureyrar fyrir tímabilið 1. ágúst 2004 til 31. júlí 2005.
Lagt fram til kynningar.


5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006
2005050085
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
Fundi slitið.