Bæjarráð

6441. fundur 06. október 2005
3028. fundur
06.10.2005 kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2005 - apríl 2006
2005100004
Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa tímabilið október 2005 til og með apríl 2006.
Lagt fram til kynningar.


2 100 ára afmæli Lahti árið 2005
2003040062
Erindi dags. 14. september 2005 frá fulltrúa borgarstjórans í Lahti þar sem hann vísar í bréf sent Akureyrarbæ 8. desember 2004, þar sem 2 fulltrúum Akureyrarbæjar ásamt mökum þeirra er boðið í 100 ára afmæli Lahti dagana 31. október - 1. nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson og formaður bæjarráðs Jakob Björnsson verði fulltrúar Akureyrarbæjar.


3 Norðlenska matborðið ehf. - hlutafjáraukning
2005100005
Erindi dags. 4. október 2005 frá framkvæmdastjóra Norðlenska ehf. Sigmundi E. Ófeigssyni varðandi tillögu sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins þann 6. september sl. um að bjóða strax út nýtt hlutafé kr. 150.000.000 á genginu 1. Hluthafar hafa rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum samkvæmt 24. gr. einkahlutafélagalaga nr. 138/1994.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær falli frá forkaupsrétti sínum.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.4 Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2005
2005030121
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 19. september 2005:
Helgi Þ. Svavarsson skólastjóri Tónlistarskólans mætti á fund skólanefndar undir þessum lið og fór yfir rekstrarforsendur Tónlistarskólans í fjárhagsáætlun ársins og fyrirsjáanlegar breytingar á þeim. Fram kom að áætlun um tekjur skólans mun ekki standast og hefur þar mest að segja greiðsla frá framhaldsskólunum vegna nemenda frá þeim og einnig hefur fullorðnum nemendum fækkað mikið. Gripið hefur verið til ráðstafana til þess að lækka kostnað á móti, en það dugir ekki til.
Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 9.800.000 samanber fylgiskjal, til að mæta auknum kostnaði við rekstur Tónlistarskólans fjárhagsárið 2005, því ekki verður séð að hægt sé að hagræða þar betur en orðið er án þess að skerða þjónustu verulega.
Bæjarráð samþykkir aukna fjárheimild til reksturs Tónlistarskólans á árinu 2005 að upphæð allt að 9,8 milljónum króna. Útgjöldum þessum verði mætt með skerðingu veltufjár.


5 Fjárhagsaðstoð 2005
2005010015
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 26. september 2005:
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar dags. 22. september 2005 um hugsanlega fjárhagsaðstoð vegna daggæslugjalda.
Félagsmálaráð vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.


6 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006
2005050085
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.7 Önnur mál
a) Sjónlistahátíð.
Listasafnið á Akureyri hefur haft forgöngu um að stofnað verði til hinna Íslensku sjónlistarverðlauna.
Rætt um aðkomu bæjarins.

b) Slippstöðin.
Rætt um málefni Slippstöðvarinnar.

c) Landsvirkjun
Dan Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu í vinnu eigendanefndar Landsvirkjunar.

d) Sameining sveitarfélaga - sorpförgunarmál.
Í aðdraganda kosninga um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði þann 8. október nk. hefur framtíðarfyrirkomulag sorpförgunar á svæðinu borið töluvert á góma svo og hugsanleg staðsetning framtíðar förgunarsvæðis. Meðal annars hefur þess verið óskað, að bæjaryfirvöld á Akureyri gæfu skuldbindandi yfirlýsingu um áframhaldandi sorpurðun á Glerárdal næsta áratuginn.
Af þessu tilefni beinir bæjarráð þeim tilmælum til stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. að hafin verði markviss og öflug kynning á undirbúningi, uppbyggingu og fyrirkomulagi förgunar sorps á Eyjafjarðarsvæðinu, sem við taki þegar starfsleyfi urðunarstaðarins á Glerárdal rennur út á miðju ári 2009.
Þá leggur bæjarráð áherslu á að jafnframt verði efnt til enn frekari kynningar á tillögum þeim sem fram koma í drögum að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Eyjafirði, sem allar sveitarstjórnir á svæðinu hafa haft til umfjöllunar að undanförnu.
Bæjarráð telur að með þessu móti sé komið til móts við þær óskir sem fram hafa komið í þeim
tilgangi að stuðla að sátt í málinu. Þá er bæjarráð þeirrar skoðunar að óskað verði eftir tímabundinni framlengingu starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn á Glerárdal reynist það nauðsynlegt undir lok gildistíma núverandi leyfis enda sé þá framtíðarlausn í sjónmáli.
Fundi slitið.