Bæjarráð

6385. fundur 15. september 2005
3026. fundur
15.09.2005 kl. 09:00 - 11:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kjarasamningur LN og Kjalar
2005090028
Lögð fram drög að tillögu um framkvæmd greinar 1.5.3 í kjarasamningi LN og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið ásamt starfsmannastjóra og jafnréttisráðgjafa.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra og yfirvinnunefnd útfærslu tillögunnar í samræmi við umræður á fundinum.


2 Glerá - eftirlit með afrennsli
2005040037
Lagt var fram minnisblað frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 12. september 2005 vegna erindis Hrefnu Kristmannsdóttur og Gunnars Orra Gröndal kennara við auðlindadeild Háskólans á Akureyri dags. 9. mars 2005 varðandi langtímaeftirlit með afrennsli af vatnasviði Glerár. Áður á dagskrá bæjarráðs 20. apríl sl.
Bæjarráð hafnar erindinu.

Þegar hér var komið vék Ármann Jóhannesson af fundi kl. 10.35.

3 Sala félagslegra íbúða - 2005
2005010013
Lagt fram kauptilboð í Vestursíðu 30c.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fjárhagsáætlun 2006
2005090029
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 8. september 2005 ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins og áætlaða kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga fyrir árið 2006. Einnig lögð fram fundargerð 83. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, dags. 5. september 2005.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.


5 Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2005
2005090014
Erindi dags. 5. september 2005 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem tilkynnt er að nefndin hyggst gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 26. og
27. september nk.
Bæjarstjóra falið að undirbúa fundinn af hálfu Akureyrarbæjar.


6 Norðurorka hf. og LSA - lokauppgjör
2005090021
Lagt fram samkomulag dags. 5. september 2005 um uppgjör áfallina skuldbindinga Norðurorku hf. við Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.