Bæjarráð

6369. fundur 08. september 2005
Bæjarráð - Fundargerð
3025. fundur
08.09.2005 kl. 09:00 - 11:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða karlsdóttir fundarritari


1 Meðhöndlun úrgangs - svæðisáætlun
2004110080
Lögð fram drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020 dags. í apríl 2005. Drögin eru unnin af Verkfræðistofunni Línuhönnun hf. fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Óskað er umsagnar sveitarfélagsins um drögin í bréfi Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. dags. 27. maí sl. Guðmundur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð er sammála þeim megin áherslum sem fram koma í áætluninni og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.


2 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar - gjaldskrá
2002100069
Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar:
"Í samræmi við 29. grein Samþykktar um Bifreiðastæðasjóð Akureyrar og 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er lagt til að aukastöðugjald verði kr. 1.500. Jafnframt er lagt til með heimild í 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 að gjald vegna stöðubrota verði kr. 1.500. Einnig er lagt til að veittur verði 500 kr. afsláttur ef aukastöðugjald og gjald vegna stöðubrota er greitt innan 2ja virkra daga."
Bæjarráð vísar tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


3 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 10. og 11. nóvember 2005
2005090002
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31. ágúst 2005 þar sem tilkynnt er um að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005 verði haldin á Nordica Hotel dagana 10. og 11. nóvember 2005.
Lagt fram til kynningar.


4 Greið leið ehf. - aukning hlutafjár
2005080071
Erindi dags. 24. ágúst 2005 frá stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf. varðandi hækkun á hlutafé félagsins sem samþykkt var á aðalfundi 22. júní sl. Þeir hluthafar sem ætla að nýta forkaupsrétt sinn á auknu hlutafé tilkynni það skriflega fyrir 1. desember 2005.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær nýti sér að fullu forkaupsrétt sinn að auknu hlutafé í Greiðri leið ehf.


5 Oddeyrartangi - samningur
2005080078
Lagður fram samningur dags. 31. ágúst 2005 milli Akureyrarbæjar annars vegar og Kaupfélags Eyfirðinga svf. og Norðlenska ehf. hins vegar um innlausn á lóðum og fasteignum á grundvelli ákvæða í deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


6 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2005
2005060079
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-júlí 2005.
Lagt fram til kynningar.


7 Dalsbraut 1 - kauptilboð
2005090011
Lagt fram kauptilboð dags. 7. september 2005 (sent í faxi) frá Einari S. Hálfdánarsyni, hrl., f.h. Smáratorgs ehf., kt. 470296-2249, í allar fasteignir Akureyrarbæjar á Gleráreyrum (Dalsbraut 1), Akureyri.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa.Fundi slitið.