Bæjarráð

6354. fundur 01. september 2005
3024. fundur
01.09.2005 kl. 09:00 - 10:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Siglingaklúbburinn Nökkvi - uppfylling við Höepfner
2005080041
Erindi dags. 16. ágúst 2005 frá formanni Nökkva, félags siglingamanna á Akureyri, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að Akureyrarbær komi að framkvæmdum þeim sem fyrirhugaðar eru við gerð lítillar hafnar við Höepfnersbryggju.
Bæjarráð vísar erindinu til ÍTA og gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.


2 Sjúkraflutningaskólinn - styrkbeiðni
2005080031
Erindi dags. 10. ágúst 2005 frá skólastjóra Sjúkraflutningaskólans (FSA) v/ Eyrarlandsveg þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki verkefnið "The Ambulance Transport and Services in the Rural Areas" um kr. 1.000.000.
Bæjarráð óskar nánari upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað við verkefnið og fjármögnun þess og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.


3 Hrafnabjörg 1
2005080012
Tekinn fyrir að nýju 6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. ágúst sl. sem umhverfisráð vísaði til afgreiðslu bæjarráðs 10. ágúst sl. Bæjarráð óskaði umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa um erindið. Minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 29. ágúst 2005 lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og felur bæjarlögmanni frágang málsins á grundvelli tillagna er fram koma í minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.4 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
1. liður í fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 23. ágúst 2005.
Tekið fyrir erindi bæjarráðs frá 23. júní 2005 þar sem óskað er umsagnar jafnréttis- og fjölskyldunefndar á breytingartillögum Oktavíu Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa við tillögu að endurskoðaðri fjölskyldustefnu sem lögð var fram í bæjarstjórn 14. júní 2005 en vísað til bæjarráðs ásamt framkomnum breytingartillögum Oktavíu.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fór yfir tillögurnar og vísar umsögn sinni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar breytingartillögum jafnréttis- og fjölskyldunefndar ásamt endurskoðaðri fjölskyldustefnu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5 Sameiningarkosning
2005050029
Lagt fram erindi dags. 23. ágúst 2005 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sameiningarkosninga þann 8. október nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að kjörstaður á Akureyri verði í Oddeyrarskóla og kjörstaður i Hrísey verði í Grunnskólanum og að Akureyrarkaupstað verði skipt í 10 kjördeildir, níu á Akureyri og ein í Hrísey og að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey.
Talning atkvæða mun fara fram í íþróttahúsi Oddeyrarskóla og mun talningin hefjast um klukkan 20:00.
Þá hefur kjörstjórnin á Akureyri ennfremur ákveðið að leggja til, að kjörfundur standi frá kl. 10:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey.
Tillaga að spurningu vegna kosninganna er eftirfarandi:
"Vilt þú að eftirtalin sveitarfélög sameinist: Akureyrarbær, Arnarneshreppur, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Ólafsfjarðarbær, Siglufjarðarkaupstaður og Svalbarðsstrandarhreppur" og eru svarmöguleikar "já" eða "nei".
Tillaga þessi kemur frá sameiningarnefnd og óskar kjörstjórn eftir því að hún verði samþykkt af hálfu Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.