Bæjarráð

6319. fundur 18. ágúst 2005
3023. fundur
18.08.2005 kl. 09:00 - 11:49
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Lífskjarakönnun
2005040102
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar og Sigríður Ólafsdóttir frá IMG Gallup mættu á fundinn. Lögð fram áætlun um áframhaldandi kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar, sem fyrirhuguð er í september nk.


Sigríður Ólafsdóttir vék af fundi kl. 10.00.

2 Northern Forum - allsherjaþing
2005020142
Guðmundur Sigvaldason og Jakob Björnsson kynntu ferð sína á allsherjarþingið sem haldið var í Harbin, Heilongjiang í Kína dagana 14.- 19. júní sl.3 Northern Forum - 3. umhverfisþing ungmenna 2005 - YEF
2004110001
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar gerði grein fyrir undirbúningi umhverfisþings ungmenna, "Youth Eco Forum" á vegum Northern Forum samtakanna, sem haldið verður á Akureyri dagana 27. ágúst til 1. september nk.4 Ungir vísindamenn - styrkbeiðni
2005070061
Erindi dags. 27. júlí 2005 frá Lilý E. Adamsdóttur, Unu G. Sveinsdóttur og Valdísi Ö. Jónsdóttur þar sem þær óska eftir styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar til Rússlands til að taka þátt í keppninni "Ungir vísindamenn í Evrópu" sem fer fram í Moskvu dagana 17.- 22. september nk.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til verkefnisins að upphæð kr. 200.000. Greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


5 Vatnspóstur úr blágrýti - gjöf
2005080035
Erindi dags. 12. ágúst 2005 frá Ágústu Björnsdóttur, Katrínu Káradóttur og Kristjbjörgu Magnúsdóttur þar sem þær f.h. velunnara og fjölskyldu vilja gefa Akureyrarbæ vatnspóst úr blágrýti í minningu Helgu Alice Jóhanns.
Bæjarráð færir bréfriturum og öðrum þeim sem að hinni höfðinglegu minningargjöf standa bestu þakkir. Framkvæmdadeild er falið í samvinnu við gefendur og umsjónaraðila útivistarsvæðisins, að finna hentugan stað í Kjarnaskógi fyrir vatnspóstinn. Þá er deildinni einnig falið að annast uppsetningu og allan frágang.


6 Hrafnabjörg 1
2005080012
135. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. ágúst 2005.
Erindi dags. 4. ágúst 2005 þar sem Viggó Benediktsson f.h. Ísgátar ehf., kt. 450404-2330, óskar meðal annars eftir að Akureyrarbær kaupi af honum lóðina Hrafnabjörg 1.
Umhverfisráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð óskar umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa um erindið. Afgreiðslu frestað.


7 Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 - hafnarsvæði
2005020120
Að ósk bæjarfulltrúa Odds Helga Halldórssonar var tekinn til umræðu 2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. ágúst sl.8 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
2002100069
Lögð fram tillaga um að þann 26. ágúst 2005 verði bifreiðastæðaklukkur teknar upp í miðbæ Akureyrar og frá sama tíma verði rekstri stöðumæla í miðbænum hætt, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 31. maí 2005 og samþykkt um Bifreiðastæðasjóð. Ennfremur er lagt til að bifreiðastæðaklukkurnar gildi frá kl. 10:00 - 16:00 mánudaga til og með föstudaga. Þá er heimilt að gera undantekningu á gildistíma bifreiðastæðaklukkna við sérstakar aðstæður.
Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs framkvæmd breytinganna.


9 Önnur mál
Ársskýrsla Akureyrarbæjar er komin út og hefur verið send bæjarfulltrúum.
Fundi slitið.