Bæjarráð

6310. fundur 11. ágúst 2005

Akureyrarbær

Bæjarráð - Fundargerð
3022. fundur
11.08.2005 kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Oddur Helgi Halldórsson
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Hrísey - rennslismælar Norðurorku
2005070059
Agnar Árnason deildarstjóri markaðssviðs Norðurorku mætti á fundinn og upplýsti bæjarráðsmenn um stöðu mála og svaraði fyrirspurnum.
Bæjarráð vísar til bókunar um málið á síðasta fundi en m.a. kom fram í máli Agnars, að fyrirhugaður er kynningarfundur með íbúum í Hrísey innan skamms.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2005
2005010012
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 05-003 verði seld á almennum markaði.3 Og fjarskipti hf
2005080004
Erindi dags. 26. júlí 2005 frá Kára S. Lútherssyni, sölustjóra Og fjarskipta hf. þar sem tilkynnt er að fyrirtækið hafi ákveðið að bjóða sveitarfélögum sömu kjör og kveðið er á um í samningi sem gerður var við Ríkiskaup um fjarskiptaþjónustu.
Bæjarráð vísar erindinu til hagsýslustjóra til skoðunar.


4 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
2002100069
Lögð fram drög að nýrri samþykkt um Bifreiðastæðasjóð Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýja samþykkt fyrir Bifreiðastæðasjóð Akureyrar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2005
2004050041
Í framhaldi af umræðum um rekstraryfirlit bæjarsjóðs Akureyrar á síðasta fundi bæjarráðs lagði hagsýslustjóri Jón Bragi Gunnarsson fram minnisblað og tillögur dags. 8. ágúst sl. um tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005.
Bæjarráð samþykkir tilfærslurnar.


6 Byggðakvóti - reglugerð
2005060085
Erindi dags. 5. ágúst 2005 frá Sjávarútvegsráðuneytinu þar sem tilkynnt er að gefin hafi verið út reglugerð nr. 723, 4. ágúst 2005 um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006.
Lagt fram til kynningar.


7 Þórsstígur 4 - kaupsamningur
2005080020
Lagður fram samningur um kaup Akureyrarbæjar á eignarhlut Byggðastofnunar (50% eignarhlut) í húeigninni að Þórsstíg 4, Akureyri. Framkvæmdastjóður Akureyrar er eigandi hins helmings húseignarinnar.
Bæjarráð sem stjórn Framkvæmdasjóðs samþykkir að sjóðurinn kaupi hlut Byggðastofnunar í húseigninni og staðfestir kaupsamninginn.

Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.8 Álver á Norðurlandi
2005040115
Samkvæmt 5. lið fundargerðar bæjarráðs dags. 21. júlí sl. var óskað eftir því að stjórn samtakanna Ný sókn á Norðurlandi tilnefni fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsnefnd samkvæmt 4. lið samkomulags, (Joint Action Plan) dags. 20. júní 2005 milli Fjárfestingarstofunnar, Akureyrarbæjar, Húsavíkurbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc.
Með bréfi dags. 5. ágúst sl. tilkynnir stjórn Nýrrar sóknar að hún tilnefni Ásgeir Magnússon formann stjórnarinnar til setu í samráðsnefndinni.
Lagt fram til kynningar.


9 Önnur mál
Óviðráðanlegar tafir hafa orðið við framkvæmd vegna bílastæða neðan Samkomuhúss, upplýst var að framkvæmdir muni hefjast að nýju eftir helgi.

Rætt um framtíðarstarfsemi í BA húsi.
Fundi slitið