Bæjarráð

6455. fundur 13. október 2005
Bæjarráð - Fundargerð
3029. fundur
13.10.2005 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Lífskjarakönnun
2005040102
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti niðurstöður könnunarinnar er varða atvinnumál.2 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2005
2004120094
Erindi dags. 6. október 2005 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi ályktun stjórnar Landsvirkjunar sem samþykkt var þann 22. september 2005 um heimild til stýringar á áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.3 Hestamannafélagið Léttir - reiðhöll
2005050026
Erindi dags. 10. október 2005 frá Ástu Ásmundsdóttur, formanni Hestamannafélagsins Léttis þar sem óskað er eftir því við bæjarstjórn að hún knýi á stjórnvöld um fjárveitingu til byggingar reiðhallar á Akureyri með félaginu eða að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 verði fjárveiting af bæjarins hálfu aukin svo hægt verði að byggja reiðhöllina á næsta ári.
Bæjarráð bendir á að fjárveitingarbeiðni hefur þegar verið ítrekuð við fjárlaganefnd Alþingis, en vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.


4 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2005
2005060079
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-ágúst 2005.
Lagt fram til kynningar.


5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2006
2005050085
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.6 Hitaveita Ólafsfjarðar
2005100016
Fulltrúar Norðurorku þeir Franz Árnason forstjóri og Bjarni Jónasson formaður stjórnar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi viðræður við Hitaveitu Ólafsfjarðar og fleira tengt starfsemi Norðurorku.7 Önnur mál
Formaður bæjarráðs upplýsti um breytt fyrirkomulag á útsendingu dagskrár bæjarráðs og fylgigagna.
Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 10.50 - sat fundinn við umfjöllun um 1.- 3. og 6. lið dagskrár.


Fundi slitið.