Bæjarráð

6300. fundur 04. ágúst 2005

Akureyrarbær

Bæjarráð - Fundargerð
3021. fundur
04.08.2005 kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Tilkynning frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um breytingu í félagsmálaráði
Frá 1. ágúst 2005 tekur Valgerður H. Bjarnadóttir, kt. 240154-3319 sæti sem aðalmaður í stað Kristínar Sigfúsdóttur, kt. 130349-4719, sem er í tímabundnu leyfi vegna veikinda.


2 Hrísey - rennslismælar Norðurorku
2005070059
Erindi móttekið 28. júlí sl. frá íbúum og húseigendum í Hrísey þar sem mótmælt er áformum Norðurorku um að setja rennslismæla á inntök hitaveitu Hríseyjar.
Varðandi breytt sölufyrirkomulag á heitu vatni í Hrísey vísar bæjarráð til umræðna í aðdraganda sameiningar Hríseyjarhrepps og Akureyrarbæjar 2004 um samræmingu skatta og þjónustugjalda. Bæjarráð óskar eftir því að stjórn og stjórnendur Norðurorku hf. boði til kynningarfundar þar sem íbúum í Hrísey verði kynntar fyrirhugaðar breytingar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að fulltrúi Norðurorku hf. mæti til fundar við bæjarráð nk. fimmtudag og upplýsi um stöðu mála.


3 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2005
2005060079
Lagt fram yfirlit um rekstur bæjarsjóðs janúar-júní 2005.
Lagt fram til kynningar.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Ármann Jóhannesson sat fundinn undir 1., 2 og 3. lið.

4 Lífskjarakönnun
2005040102
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri lagði fram skriflegt svar við fyrirspurn bæjarfulltrúanna Oktavíu Jóhannesdóttur og Valgerðar H. Bjarnadóttur frá síðasta fundi varðandi lífskjararannsókn sem gerð var fyrir bæjarstjórn Akureyrar.
Fundi slitið