Bæjarráð

6293. fundur 28. júlí 2005

Akureyrarbær

Bæjarráð - Fundargerð
3020. fundur
28.07.2005 kl. 09:00 - 10:32
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Dagný Harðardóttir fundarritari


1 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2005
2005060062
Gerður Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar mættu á fundinn og gerðu grein fyrir vinnu verkefnisliðs hátíðarhaldanna.
Bæjarráð lýsir sig sammála þeim áherslum sem verkefnisliðið hefur að leiðarljósi vegna hátíðarhaldanna. Einnig samþykkir bæjarráð að unglingadansleikur standi til kl. 03:00 aðfaranótt laugardagsins.


2 Heilsugæslustöðin á Akureyri - bílastæðaskífur
2002100069
Tekið fyrir erindi dags. 14. júlí 2005 frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri þar sem óskað er eftir því að gerð verði breyting á áætluðum tímasetningum væntanlegra bílastæðaskífa við Gilsbakkaveg og Oddagötu úr einni klukkustund í tvær.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

Ármann Jóhannesson sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs sat fundinn undir 1. og 2. lið.

3 Vestnorden samstarf 2005 og 2006
2005070050
Tekið fyrir erindi dags. 18. júlí 2005 frá Reyni Adólfssyni þar sem óskað er eftir staðfestingu Akureyrarbæjar á aðkomu að verkefninu "Nýtt handverk á gömlum rótum" sem sett var upp í Bryggen í Kaupmannahöfn í maí sl.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga um verkefnið á grundvelli erindisins.


4 Önnur mál
Lögð fram skrifleg fyrirspurn í 6 liðum frá bæjarfulltrúunum Oktavíu Jóhannesdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur til bæjarstjórans á Akureyri Kristjáns Þórs Júlíussonar varðandi lífskjarakönnun sem unnin var af Gallup fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Óskað er eftir skriflegu svari.Fundi slitið