Bæjarráð

6282. fundur 21. júlí 2005

Akureyrarbær

Bæjarráð - Fundargerð
3019. fundur
21.07.2005 kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Barnaskóli Akureyrar - endurbætur 2005
2005020025
9. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 8. júlí 2005.
Lagðar voru fram tillögur verkefnisliðs, teikningar og kostnaðaráætlun vegna endurbóta BA húss.
Stjórnin leggur til að unnið verði að breytingum á húsinu í samræmi við tillögur verkefnisliðsins. Þar sem áætlaður kostnaður er verulega hærri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins er málinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í endurbætur hússins á grundvelli tillagna verkefnisliðsins.
Kostnaði er vísað til endurskoðunar á fjárfestingaráætlun ársins 2005.


Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið ásamt Ingólfi Guðmundssyni frá Arkitektastofunni Kollgátu.

2 Unglingavinna 2005 - laun
2005040050
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. apríl sl. laun í unglingavinnu hjá Akureyrarbæ sumarið 2005 en þau hafa undanfarin ár tekið sömu hækkunum og kjarasamningur Einingar-Iðju og LN. Nýr kjarasamningur var samþykktur 24. júní sl. með gildistíma frá 1. maí 2005.
Lagt er til að laun unglinga taki sömu hækkun og kjarasamningur Einingar-Iðju, hækki um 4,24% frá 1. maí 2005 og verði:
13 ára kr. 289,05 pr. klst. (orlof innifalið)
14 ára kr. 330,40 pr. klst. (orlof innifalið)
15 ára kr. 377,60 pr. klst. (orlof innifalið).
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


3 Afskriftir krafna 2005
2005040076
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu um afskriftir 14 krafna samtals að upphæð
kr. 844.968.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4 Húsaleigubætur - kæra
2005070035
Lögð fram kæra dagsett 11. júlí 2005 varðandi synjun húsnæðisdeildar á húsaleigubótum.
Bæjarráð hafnar erindi kæranda um að endurskoðuð verði ákvörðun húsnæðisdeildar frá 11. júní sl. og vísar til 6. greinar laga um húsaleigubætur nr. 138/1997.


5 Álver á Norðurlandi
2005040115
Samkvæmt 4. lið samkomulags, (Joint Action Plan) dags. 20. júní 2005 milli Fjárfestingarstofunnar, Akureyrarbæjar, Húsavíkurbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc, kemur fram að til þess að hafa umsjón með vinnu samkvæmt samkomulaginu verði sett á stofn fimm manna nefnd, sem tilnefnd verði af eftirfarandi aðilum: Fjárfestingarstofunni, Akureyrarbæ, Húsavíkurbæ, Sveitarfélaginu Skagafirði og Alcoa.
Bæjarráð óskar eftir því að stjórn samtakanna Ný sókn á Norðurlandi tilnefni fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsnefndina.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað: "Ég er andvíg því að álver verði reist á Norðurlandi og greiði því ekki atkvæði með þessari tillögu."6 Reglur um þjónustusamninga
2004110073
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 6. júlí 2005.
Lögð voru fram drög að reglum um þjónustusamninga við stofnanir bæjarins ásamt dæmi um hvernig slíkur þjónustusamningur gæti litið út.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki reglurnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 14. júní 2005.
Oddur Helgi Halldórsson og Valgerður H. Bjarnadóttir óska bókað að þau sitja hjá við afgreiðsluna.7 Íþróttahúsið Laugargötu - framtíðarnotkun
2004040066
3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 8. júlí 2005.
Lögð var fram skýrsla frá Árna Ólafssyni arkitekt um framtíðarnotkun íþróttahússins við Laugargötu. Til Árna hafði verið leitað vegna hugmynda um sölu á húsinu og breytinga á því fyrir starfsemi heilsuræktar og endurhæfingar. Einnig var lagt fram erindi dags. 22. júní 2005 frá forsvarsmönnum "heilsuklasa" Vaxtarsamnings Eyjafjarðasvæðisins.
Stjórnin samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að íþróttahúsið verði áfram í eigu Akureyrarbæjar og verði rekið áfram af Akureyrarbæ fyrir íþróttakennslu barna í Brekkuskóla, aðra íþróttastarfsemi og útleigu til almennings. Stjórnin samþykkir einnig, að kannaðir verði til hlítar möguleikar á byggingu norðan Íþróttahallar fyrir starfsemi endurhæfingar og líkamsræktar. Þá felur stjórnin framkvæmdastjóra að leggja fram tillögur að endurbótum á íþróttahúsinu við Laugargötu, sem meðal annars feli í sér bætt aðgengi og flutning aðalinngangs frá austur- á vesturhlið hússins. Tillögurnar verði unnar í samvinnu við ÍTA og liggi fyrir við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir 2006.
Bæjarráð samþykkir tillögur stjórnarinnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 14. júní 2005.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna.


Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.

8 Hrafnabjörg 1- deiliskipulagsbreyting
2005070039
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. júlí 2005.
Erindi dagsett 22.06.2005 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Ísgátar ehf., kt. 450404-2330, óskar eftir samþykki umhverfisráðs á meðfylgjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Hrafnabjörg. Innkomin ný gögn 06.07.2005.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Bæjarráð staðfestir tillögu umhverfisráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 14. júní 2005.9 Snægil - 30 km hverfi
2005060110
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 13. júlí 2005.
Erindi dagsett 28.06.2005 þar sem íbúar við Snægil skora á bæjaryfirvöld að setja hraðahindranir og/eða þrengingar í götuna og breyta hámarkshraða í 30 km/klst. Meðfylgjandi eru undirskriftir
80 íbúa götunnar.
Umhverfisráð bendir bréfriturum á að ákveðið hefur verið að öll íbúðahverfi í bænum verði 30 km hverfi og felur umhverfisdeild að leggja fyrir ráðið tillögu að heildaráætlun um framkvæmdir við
30 km hverfi með forgangsröðun fyrir allan bæinn.
Umhverfisráð beinir því til bæjarráðs hvort möguleiki sé á aukinni fjárveitingu til verkefnisins 30 km hverfi.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram gögn á fundinum.
Upplýst var að hraðahindrun verður sett upp við Snægil.
Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Oktavía Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 11.15.

10 Myndlistaskólinn á Akureyri - samningur um framlög til reksturs
2003090058
Lagður fram samningur dags. 6. júlí 2005 milli Akureyrarbæjar og Myndlistaskólans á Akureyri um framlög til reksturs skólans skólaárin 2005-2006 og 2006-2007.
Bæjarráð staðfestir samninginn.Fundi slitið.